Hjörvar Steinn og Guðmundur Kjartansson verða meðal keppenda í landsliðsflokki.

Landsliðsflokkur Skákþings Íslands, sem átti að fara fram fram 29. mars – 9. apríl en þurfti að fresta vegna samkomutakmarkana, er aftur kominn á dagskrá!

Mótið hefst á sumardaginn fyrsta, 22. apríl nk. Tíu keppendur taka þátt og tefla allir við alla. Lokaumferðin fer fram föstudaginn, 30. apríl. Allar umferðir hefjast kl. 15. Verði tveir eða fleiri keppendur efstir og jafnir fer aukakeppni fram laugardaginn, 1. maí.

Að sjálfsögðu verða beinar útsendingar og skákvarp! Heldur betur veisla framundan seinni hluta apríl en þá fer jafnframt fram seinni helmingur áskorendamótsins í Katrínarborg.

Eftirfarandi keppendur eru skráðir til leiks.

  • SM Hjörvar Steinn Grétarsson (2588)
  • SM Hannes Hlífar Stefánsson (2532)
  • SM Jóhann Hjartarson (2523)
  • (SM) Guðmundur Kjartansson (2503)
  • SM Helgi Áss Grétarsson (2437)
  • SM Bragi Þorfinnsson (2432)
  • AM Björn Þorfinnsson (2384)
  • FM Vignir Vatnar Stefánsson (2327)
  • AM Davíð Kjartansson (2324)
  • Alexander Oliver Mai (2025)

Íslandsmót kvenna fer fram í maí/júní.