Stjórn Skáksambandsins á fundi. Mynd: KÖE

Stjórn SÍ var með stjórnarfund 15. apríl sl. Meðal þess sem ákveðið var:

  1. Sóttvarnareglur 

Nýjar sóttvarnareglur hafa tekið gildi. Aðildarfélög SÍ eru hvött til virða þau í hvívetna. Þær heimila meðal annars 50 manns í hólfi en mótshaldarar þurfa að halda nákvæmu yfirliti yfir þá sem eru í rýminu. Sótthreinsa þarf á milli hópa. Sóttvarnareglur SÍ má finna hér: https://skak.is/wp-content/uploads/2021/01/COVID-19-leidbeiningar-fyrir-SI-uppfaert-12.-januar-2021.pdf

2. Landsliðsflokkur og Íslandsmót kvenna

Landsliðsflokkur fer fram 22. apríl – 1. maí.  Íslandsmót kvenna fer fram 26. maí – 6. júní.

3. Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekkur

Ákveðið að halda 8. maí og hafa fyrirkomulag í samræmi við sóttvarnareglur sem gilda þá. Ef ekki verður hægt að halda mótið 8. maí verður því að öllum líkindum aflýst.

4. Íslandsmót skákfélaga

Ákveðið að halda 1. og 2. deild mótsins helgina 14.-16. maí. 3. og 4. deild verður aflýst og gildir staðan eftir fjórar umferðir sem lokastaða varðandi tilfærslur á milli deilda.

50% þáttökugjalda fyrir 3. og 4. deilda verða endurgreidd. Kemur endurgreiðslan til lækkunar á þátttökugjöldum í næstu keppni.

Stjórn SÍ áskilur rétt til að aflýsa mótinu ef samkomutakmarkanir verða hertar frá því sem þær nú eru.

Mótinu verður ekki frestað frekar þannig að ef ekki næst að tefla 1. og 2. deild þessa helgina verður þeim deildum einnig aflýst.

Stjórn SÍ ákvað jafnframt að komi til aflýsingar að staðan eftir fyrri hlutann gildi fyrir röðun í deildir í næstu keppni. Komi til aflýsingar verður enginn Íslandsmeistari krýndur.

Minnt er á félagskiptagluggi, fyrir þá sem ekki tefldu í fyrri hlutanum, lokar kl. 23:59 laugardaginn 24. apríl.

5. Aðalfundur SÍ

Aðalfundur SÍ fer fram laugardaginn 29. maí. Stefnt er á raunheima en komi til þess að það verði ekki hægt verður fundurinn haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.  Formlegt fundarboð verður sent 29. apríl nk. og þurfa lagabreytingatillögur að berast fyrir þann tíma.

Laganefnd SÍ hefur útbúið tillögur sem lagðar vera fyrri fundinn. Þær fylgja með sem viðhengi. Væntanlegar eru tillögur laganefndar um skáklög. Laganefnd mun bjóða til Zoom-fundar fljótlega þar tillögur nefndarinnar verða kynntar.

Tilllaga laganefndar.

6. Kviku Reykjavíkurskákmótið – EM einstaklinga

Fer fram í Hótel Natura 26. ágúst – 5. september nk.  Nánar síðar!

Kveðja,
Stjórn Skáksambands Íslands