Aðalfundur Skáksambands Íslands fer fram laugardaginn 29. maí kl. 10:00 í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Ársreikningar SÍ fyrir starfsárið 2020 og drög af ókláraðri ársskýrslu yfir starfsemi sambandsins má finna hér: https://skak.is/skaksamband/um-ssi/arsreikingar-og-skyrslur/

Góð afkoma var á síðasta ári og hagnaðist Skáksambandið um 4.744.845 kr. Nánast allar skammtímaskuldir félagsins hafa verið greiddar upp og þar með talinn yfirdráttur sambandsins.

Meðfylgjandi eru tvær lagabreytingatillögur sem bárust frá laganefnd SÍ.