Eftirfarandi tölvupóstur var sendur til aðildarfélaga SÍ í gær.

—-

Kæru forráðamenn taflfélaga!

Annar stjórnarfundur SÍ var haldinn 30. júní sl. Þar voru lögð drög af mótaáætlun SÍ starfsárið 2021-22.

 1. Mótadagskrá 2021-22
 • Áskorendaflokkur Skákþings Íslands: 7.‒14. ágúst. Ákveðið var að mótið skyldi hefjast á laugardegi og tvær umferðir fara fram sunnudaginn 8. ágúst en ein umferð aðra keppnisdaga.
 • Íslandsmót skákfélaga: 30. september – 3. október 2021 og 3.‒6. mars 2022. Þannig var ákveðið að halda mótið í tveimur hlutum, þ.á m. úrvalsdeild. Keppnisdagar fyrri hluta mótsins eru staðfestir en seinni hlutans enn háðir óvissu.
 • Íslandsmót ungmenna: 6. nóvember 2021 (til skoðunar að halda á Akureyri).
 • Íslandsmót unglingasveita: 4. desember 2021 (gert ráð fyrir að TG sjái um mótið).
 • Friðriksmót Landsbankans: 11. eða 18. desember 2021.
 • Íslandsmótið í atskák: 27.‒28. desember 2021.
 • Íslandsmót barnaskólasveita, 1.‒3. bekkur: 5. febrúar 2022.
 • Íslandsmót barna- og grunnskólasveita: 19.‒20. mars.
 • Reykjavíkurskákmótið 2022 (2.‒11. apríl)
 • Aðalfundur SÍ (21. maí).

Rétt er að taka fram að það ríkir töluverð óvissa um dagsetningar á fyrri hluta næsta árs þar sem dagsetningar á viðburðum, FIDE, ECU og Skáksambands Norðurlanda liggja ekki fyrir.

Ef félög hafa áhuga að halda mót eða koma að mótshaldi er því fagnað!

Eftir á að tímasetja landsmótin í skólaskák 2021 og 2022, Ungmennameistaramót Íslands 2021, Íslandsmót öldunga 2021 og Íslandsmót kvenna, áskorendaflokk og landsliðsflokk Skákþings Íslands 2022.

2. Alþjóðleg mót

NM í skólaskák fer fram í Færeyjum 8.-10. september. Þangað verða sendir 10 keppendur. Dagsetningar á öðrum Norðurlandamótum í ár eru ekki ljósar.

Ákveðið að taka ekki þátt í HM ungmenna í netskák þar sem hvorki fyrirkomulag né dagsetningar henta.

Dagsetningar á flestum Evrópumótum í ár eru klárar og má finna hér: https://www.europechess.org/calendar/ecu-calendar-2021/.

Flest mót á vegum FIDE falla niður í ár vegna heimsfaraldurs: https://www.fide.com/news/1190.

Fundagerðir SÍ og þar með talið nýjustu fundargerðina má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/

Kveðja,
Stjórn SÍ