Vignir, Davíð og Arnar. Mynd: GB

Mjóddarmótið í skák fór fram í göngugötunnií Mjódd í gær. Mótið var í senn vel sótt og sterkt en meðal keppenda voru tveir stórmeistarar og fjórir alþjóðlegir meistarar. Alþjóðlegu meistararnir tóku mótið yfir og enduðu í þremur efstu sætunum. Davíð Kjartansson, sem tefldi fyrir Terra hlaut 6½ vinning í umferðunum sjö.

Arnar Gunnarsson, sem tefldi fyrir Efnalaugina Björg, varð annar með 6 vinninga, og nýjasti íslenski alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2364), sem tefldi fyrri Suzuki-bíla, varð þriðji með 5½ vinning.

Röð efstu manna

Röð Titill Nafn Stig Fyrirtæki Vinn GP-Stig
1 IM Kjartansson David 2292 Terra 6,5 12
2 IM Gunnarsson Arnar 2425 Efnalaugin Björg 6 9
3 FM Stefansson Vignir Vatnar 2364 Suzuki-bílar 5,5 8
4 GM Kjartansson Gudmundur 2329 Landsbankinn 5 7
5 FM Bjornsson Tomas 2221 Hreyfill 5 6
6 IM Jensson Einar Hjalti 2352 GA-Smíðajárn 5 5
7 Petursson Gudni 2099 Sorpa 4,5 4
8 Halldorsson Jon Arni 2104 ÍTR 4,5 3
9 GM Gretarsson Helgi Ass 2519 Frú Sigurlaug 4 2
10 WGM Ptacnikova Lenka 1984 GM-Einarsson 4 1
11 Gudmundsson Gunnar Erik 1629 4
12 Bjornsson Gunnar 2024 Hvalur 4
13 Kjartansson Matthias Bjorgvin 1358 4
14 Bjornsson Eirikur K. 1953 4
15 Hallmundarson Birkir 1486 4
16 Ragnarsson Johann 2004 Bakarameistarinn 4
17 Eliasson Kristjan Orn 1856 4
18 Sigurdsson Arnljotur 1889 4
19 Omarsson Josef 1059 4

 

Lokastaðan á Chess-Results. 

Mótið var fyrsta mótið í Sumarmótaröð Reykjavíkur sem SÍ stendur fyrir ásamt TR og Miðbæjarskák.  Davíð fær 12 stig, Arnar 9 stig, Vignir 8 stig en aðrir minna. Næsta mót í sumarmótaröðinni fer fram í Viðey, 11. júlí nk.

Það var ánægjulegt fyrir þann sem þetta ritar að Mjóddarmótið sem hóf göngu sína árið 1999 hafi verið endurvakið eftir nokkurra ára hlé.

Teflandi skákstjórar voru Gunnar Björnson, Kristján Örn Elíasson og Þorsteinn Magnússon.