Eftirfrandi upplýsingapóstur var sendur til aðildarfélaga SÍ fyrr í dag.

—————

Kæru forráðamenn skákfélaga.

Stjórn SÍ hittist á stjórnarfundi, 19. október sl.

Fundargerðir SÍ og þ.m.t. þá nýjustu má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/

Mótahald framundan

  1. Íslandsmót ungmenna (u8-u16) fer fram á Akureyri, 30. október nk. Skráningarfrestur rennur út á miðvikudaginn. Nánar um mótið hér: https://skak.is/event/islandsmot-ungmenna-u8-u16-2/?instance_id=21351
  2. Íslandsmót öldunga (+65) fer fram í Reykjavík helgarnar 12.-14. nóvember og 18.-21. nóvember. Nánar um mótið hér: https://skak.is/event/islandsmot-oldunga-2021/?instance_id=21347
  3. Ungmennameistaramót Íslands (u22)  – Meistaramót Skákskólans fer fram 19.‒21. nóvember. Verður kynnt í nóvember-byrjun
  4. Íslandsmót unglingasveita fer fram 4. desember, væntanlega í umsjón TG.
  5. Friðriksmót Landsbankans fer fram 11. desember í Landsbankanum
  6. Íslandsmótið í atskák fer fram á milli jóla og nýárs.

Bestu kveðjur,
Stjórn SÍ