Sænsku "málaliðarnir" sem tefla fyrir TG hafa heldur betur staðið fyrir sínu. Mynd: HS

Taflfélag Garðabæjar er á toppnum með 9 stig af 10 mögulegum á Íslandsmóti skákfélaga að loknum fyrri hluta mótsins (fimm umferðum) sem fram fór um helgina. TG vann, 6½-1½, stórsigur á Skákfélagi Akureyrar í dag. Taflfélag Reykjavíkur er í öðru sæti með 7 stig eftir 3-5 tap gegn Skákdeild Fjölnis. Fjölnir er í þriðja sæti með 6 stig. Toppbaráttan er á milli þessara þriggja liða fyrir síðari hlutann sem fram fer í mars nk.

Skákdeild Breiðabliks vann sigur á Íslandsmeisturum Víkingaklúbbsins með minnsta mun. Breiðablik er í fjórða sæti með 4 stig, Vikingaklúbburinn hefur 3 stig og SA hefur 1 stig. Fallbaráttan er á milli þessara þriggja liða .

Mótinu verður gerð betri skil í pistli á morgun eða hinn.

Í gær fékk Sævar Bjarnason gullmerki SÍ afhent.

Einstaklingsúrslit 5. umferðar

Staðan

Veitt eru 2 stig fyrir sigur í viðureign en eitt fyrir jafntefli. 

  1. TG 9 stig (27½ v.)
  2. TR 7 stig (24½ v.)
  3. Fjölnir 6 stig (21½ v.)
  4. Breiðablik 4 stig (15 v.)
  5. Víkingaklúbburinn 3 stig (16½ v.)
  6. SA 1 stig (15 v.)

Mótstaflan

Í öðrum deildum en úrvalsdeild eru búnar fjórar umferðir.

1. deild

Talfélag Vestmannaeyja er í efsta sæti með 7 stig, b-sveit SA er í öðru sæti með 6 stig. B-sveit TR, Skákdeild KR og SSON eru í 3.-5. sæti með 5 stig. Gríðarleg spenna í toppbáttunni fyri síðari hlutann.

Mótstaflan 

2. deild 

B-sveit Breiðabliks er á toppnum með 8 stig. Skákgengið er í öðru sæti með 6 stig. Skákdeild Hauka, b-sveit Fjölnis, c-sveit Taflfélags Reykjavíkur og Hrókar alls fagnaðar eru í 3.-6 .sæti með 4 stig. Mikl spenna fyrir síðari hlutann.

Mótstaflan

3. deild

C-sveit Skákfélags Akureyrar og d-sveit Taflfélags Reykjavíkur eru efstar með fullt hús stiga. Vinaskákfélagið er í þriðja sæti með 6 stig.

Mótstaflan

4. deild

Skákfélag Sauðárkróks er á toppnum með fullt hús stiga. E- og f-sveitir Taflfélags Reykjavíkur eru í 2-4. sæti ásamt c-sveit Breiðabliks með 6 stig.

Mótstaflan