Úrvalsdeild Íslandsmóts skákfélaga 2021-22 hófst í gærkvöldi í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur.

Taflfélag Garðabæjar er í forystu eftir fyrstu umferð eftir öruggan sigur 6,5-1,5 á Skákdeild Breiðabliks. Taflfélag Reykjavíkur vann 5-3 sigur á Skákfélagi Akureyrar og er í 2. sæti.

Viðureign Íslandsmeistara Víkingaklúbbsins og Skákdeild Fjölnis endaði með jafntefli, 4-4.

Mótið fer fram alfarið í húsnæði Fjölnis í Egilshölll að undanskilinni fyrstu umferðinni í úrvalsdeild sem fram fór húsnæði TR í gærkvöldi.

Úrslit 1. umferðar

Aðrar deildir hefjast á dag auk þess sem 2. umferð úrvalsdeildar fer fram. Þá mætast Fjölnir-TG, TR-Víkingaklúbburinn og SA-Breiðablik.

Beinar útsendingar frá úrvalsdeild hefjast frá og með 2. umferð.