Skákdeild Breiðabliks er Íslandsmeistari barna- og unglingasveita sem fram fór í gær í skákhöllinni, Faxafeni 12. Vegna sóttvarnatakmarkanna þurfti að skipta mótinu upp í a- deild (þar sem bestu liðin tefldu) og b-deild (þar sem óreyndari til tefldu). Níu lið tóku þátt í a-deildinni en Akureyringar þurftu því að hætta við þátttöku vegna slæmrar veðurspár.
Vitað var spenna yrði mikil í a-deildinni á milli Skákdeildar Breiðabliks og ríkjandi Íslandsmeistara Taflfélags Reykjavíkur. Sveitirnar mættust í 3. umferð og þar fór svo að Breiðablik vann 3-1 sigur.
Segja má að sigurinn hafi lagt grunninn að sigri Blika en þegar uppi stóð munaði 2½ á milli sveitanna. B-sveit Blika endaði í þriðja sæti aðeins vinningi á eftir TR.
Það segir margt um sterka stöðu Breiðabliks að sveitir frá þeim enduðu í 3.-5. sæti.
Sveit Íslandsmeistarara Breiðabliks skipuðu:
- Benedikt Briem 7 v. af 8
- Gunnar Erik Guðmundsson 8 v. af 8
- Matthías Björgvin Kjartansson 8 v. af 8
- Mikael Bjarki Heiðarsson 6 v. af 8
Liðsstjóri var Birkir Karl Sigurðsson.
Silfursveit Taflfélags Reykjavíkur skipuðu
- Benedikt Þórisson 6½ v. af 8
- Ingvar Wu Skarphéðinsson 6½ v, af 8
- Adam Omarsson 6 v. af 7
- Iðunn Helgadóttir 7 v. af 8
Bronssveit b-sveitar Breiðabliks skipuðu:
- Þorsteinn Jakob Þorsteinsson 6 v. af 8
- Tómas Möller 6½ v. af 8
- Jóhann Helgi Hreinsson 5 v. af 8
- Sigurður Páll Guðnýjarson 8 v. af 8
Lokastöðuna má á Chess-Results
Í b-deild þurfti að skipta í tvo riðla vegna 50 manna samkomutakmarkanna. Efstu sveitirnar úr hvorum riðli tefldu til úrslita en sveitirnar sem enduðu í öðru sæti í sínum riðli fengu báðar brons.
Svo fór að b-sveit Fjölnis og d-sveit TR unnu undanrásariðla og tefldu til úrslita Þar vann b-sveit Fjölnis öruggan 6-2 sigur og var þar með Íslandsmeistari í b-deild.
B-sveit Fjölnis skipuðu
- Tristan Fannar Jónsson
- Emil Kári Jónsson
- Sindri Snær Hjaltason
- Theódór Eiríksson
- Ómar Jón Kjartansson
Hér má finna hinar verðlaunasveitirnar í b-deildinni, B-sveit TR, G-sveit Breiðabliks og C-sveit Fjölnis.
Mótshaldið var samvinnuverkefni Taflfélags Garðabæjar og Skáksambands Íslands. Yfirdómari var Páll Sigurðsson en ásamt honum önnuðust Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Stefán Steingrímur Bergsson og Gunnar Björnsson skákstjórn.