Alexander Oliver, unglingameistari Íslands og meistari Skákskóla Íslands. Mynd: IÞJ

Alexander Oliver Mai (2060) vann Unglingameistaramót Íslands (u22) – Meistaramót Skákskóla Íslands sem fram fór helgina 17.-19. desember. Mótið var gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Með sigrinum fær Alexander Oliver keppnisrétt í landsliðsflokki Íslandsmótsins í skák 2022.

Alexander var í 2.-3. sæti fyrir lokaumferðina jafn Birni Hólm Birkissyni (2070). Alex mætti Birki Ísaki Jóhannssyni (2088) sem var efstur en Björn tefldi við Vigni Vatnar Stefánsson (2457). Vignir vann sína skák og því ljóst að skák Alexanders og Birkis var hrein úrslitaskák.  Svo fór að Alex vann snaggaralegan sigur og varð þar með unglingameistari Íslands og jafnfram skákmeistari Skákskóla Íslands.

Verðlaunahafar á mótinu. Mynd: IÞJ

Birkir Ísak og Vignir Vatnar urðu í 2.-3. sæti. Birkir fékk silfrið á oddastigum.

Verðlaunahafar urðu annars sem hér segir:

  1. Alexander Oliver Mai
  2. Birkir Ísak Jóhannson
  3. Vignir Vatnar Stefánson
  4. Björn Hólm Bikissson
  5. Arnar Milutin Heiðarsson

Verðlaunahafar stigaflokkum:

U 2000 elo

  1. Sverrir Hákonarson

U 1800 elo

  1. Benedikt Þórisson

Oddastig voru látin ráða ef menn voru jafnir.

Verðlaun vor sem hér segir:

  1. sæti: Farmiði að verðmæti kr. 50 þúsund + uppihaldskostnaður kr. 35 þús. Þáttökuréttur í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands 2021
  2. sæti: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús.
  3. – 5. sæti: Skákbækur eða efni að eigin vali frá Chessable.

Auk þess verða veitt stigaflokkaverðlaun í mótinu:

1800 – 2000 elo:

  1. verðlaun: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús.

1600 – 1800 elo:

  1. verðlaun: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús.

Skákstjóri var Helgi Ólafsson. Honum til aðstoðar var Páll Sigurðsson. Ingvar Þór Jóhannsson sá um tæknimál og tryggði það að við gætum fylgst með mótinu í beinni heiman frá okkur um helgina.