Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur til aðildarfélaga SÍ í gær.
——-
Kæru forystumenn skákfélaga.
Stjórnarfundur var haldinn hjá SÍ í síðustu viku.
- Skákdagurinn haldinn hátíðlegur 26. janúar. Að þessu sinni verður aðaláherslan lögð á skóla vegna takmarkana.
- Íslandsmóti stúlknasveita og Íslandsmóti barnaskólasveita sem fyrirhuguð voru helgarnar 29.-30. janúar og 5.-6. febrúar hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
- Íslandsmót skákfélaga er sem fyrr á dagskrá 4.-6. mars nk. Verður skoðað betur þegar núverandi takmarkanir renna út (2. febrúar). Mótið verður ekki haldið með góðu móti nema a.m.k. 100 manns geti verið í sama rými.
- Skák verður hluti af Reykjavíkurleikunum sem fram fer 29.-30. janúar – boðsmót þar sem um 40 keppendur taka þátt á laugardeginum. Landskeppni á sunnudeginum sem verður á RÚV
- Landsliðsflokkur Skákþing Íslands líklega haldinn í Árborg í apríl/maí. Áskorendaflokkur að öllum líkindum um sama leyti á höfuðborgarsvæðinu. Stefnt á Íslandsmót kvenna í október.
Fundargerðir SÍ má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/
Kveðja,
Stjórn Skáksambands Íslands