Teflt er við glæsilegar aðstæður aðstæður. Mynd: DFS.

Landsliðsliðsflokkur Íslandsmótsins í skák hefst á Selfossi í dag kl. 14. Teflt verður í við glæsilegar aðstæður í Bankanum- Vinnustofu á Selfossi, sem var nýlega opnuð.

Frétt um keppendur mótsins.

Tíu keppendur taka þátt og þar á meðal sex stórmeistarar og fimm sem hafa orðið Íslandsmeistarar í skák. Vignir Vatnar Stefánsson freistar þess að ná sínum lokaáfanga að stórmeistaratitli en til þess þarf hann 7 vinninga.

Margar hörkuviðureignir í fyrstu umferð. Má þar nefna.

Hjörvar Steinn Grétarsson (2542) hefur titilvörnina gegn Þresti Þórhallssyni (2422), Íslandsmeistararnum frá 2012.

Hannes Hlífar Stefánsson (2524), þrettánfaldur Íslandsmeistari í skák, mætir Guðmundi Kjartanssyni (2430), þreföldum Íslandsmeistara.

Héðinn Steingrímsson (2538), þrefaldur Íslandsmeistari í skák, teflir við Vignir Vatnar Stefánsson (2501).

Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar, leikur fyrsta leik mótsins.

Teflt verður alla daga nema tekið frí, 28. og 29. apríl.

Skákirnar verða sýndar þráðbeint á netinu. Skákvarp Ingvars Þór Jóhannesson hefst um kl. 15:00.

Einnig er hægt að fylgjast með á Facebook-síðu íslenskra skákmanna.

Skákvarpið má nálgast á eftirfarandi hátt:

FB: https://www.facebook.com/831447504/videos/742001367151659 (breytilegur tengill)

Twitch: https://www.twitch.tv/utsendingskaksamband (fastur tengill)

YouTube: https://www.youtube.com/watch?v=VTZBdS6nRzE