Á fundi 17. maí 2022 setti stjórn SÍ nýja agareglugerð og nýja reglugerð um dómstól SÍ . Laganefnd SÍ samdi reglugerðirnar og stjórnin hafði samráð við dómstólinn áður en reglugerðin um hann var sett, sbr. 15. gr. laga SÍ.

Stjórnin samþykkti á sama fundi tillögu laganefndar að nýjum siðareglum fyrir SÍ, með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar. Siðareglurnar fylgja hér til kynningar en verða svo bornar undir aðalfund laugardaginn 21. maí.