Dagana 11.-14. ágúst næstkomandi mun Skáksamband Íslands standa fyrir skákkennaranámskeiði sem hentar í senn reyndum skákkennurum sem og almennum kennurum sem hafa hug á að kenna skák í sínum skóla. Á námskeiðinu verður m.a. lögð áhersla á ýmsa almenna þætti kennslu svosem bekkjarstjórnun, jákvæðan bekkjaranda, jafnrétti og virðingu.
Námskeiðið verður sett upp þannig að hægt verði að sækja einstaka hluta þess.
Nánari upplýsingar síðar.