Iðunn Helgadóttir (1570) og Guðrún Fanney Briem (1416) enduðu báðar í verðlaunasæti á NM stúlknasveita sem lauk í gær í Osló í Noregi.

U-16 flokkurinn

Iðunn fékk 1 vinning lokadaginn þegar fjórða og fimmta umferð fóru fram. Iðunn hlaut 3½ vinning og endaði í 2.-4. sæti. Þriðja sæti eftir stigaútreikning.

Katrín María Jónsdóttir hlaut 1 vinning.

U-13 flokkurinn

Guðrún Fanney Briem (1416) fékk 1 vinning í gær. Hún fékk 4 vinninga og endaði í 1.-3. sæti. Bronsið varð hennar eftir stigaútreikning.

Emilía Embla B. Berglindardóttir og Þórhildur Helgadóttir hlutu 2 vinninga og Sigrún Tara Sigurðardóttir 1 vinning. Fer í reynslubankann hjá þeim!

Fararstjóri og þjálfari stúlknanna var Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.