Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur á skákfélög landsins á föstudaginn
———–
Til forsvarsmanna skákfélaga.
Stjórn SÍ , hélt sinn annan stjórnarfund, 8. ágúst sl.
Fundargerðir stjórnar- og aðalfunda SÍ má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/
- Nýr skólastjóri Skákskóla Íslands
Björn Ívar Karlsson hefur verið ráðinn nýr skólastjóri Skákskóla Íslands. Hann tekur til starfa 1. september nk. Að sjálfsögðu stefnir nýr skólastjóri á áframhaldandi gott samstarf við öll skákfélög landsins. Félög geta haft samband við nýjan skólastjóra í netfangið bivark@gmail.com. Helga Ólafssyni eru þökkuð frábær störf!
2. Nefndarskipan
Búið er að fullskipa flestar nefndir SÍ. Í sumum tilfellum er aðeins búið að skipa formenn. Stefnt er að því að ljúka nefndarskipan á næstu vikum.
Ef þið hafið áhuga að taka þátt í nefndarstarfi – vinsamlegast hafið samband við formenn viðkomandi nefnda eða við skrifstofu SÍ.
Nefndarskipan SÍ: https://skak.is/skaksamband/um-ssi/nefndir-og-rad/
3. Mótahald framundan
Mótanefnd SÍ hefur útbúið mótaáætlun SÍ starfsárið 2024-25.
Hana má finna hér: https://skak.is/motaaaetlun/tag_ids~74,60,76,73,75,71,96,84,67/
- Íslandsmót skákfélaga, 3.-6. október í Rimaskóla. Boðsbréf væntanlegt í næstu viku. Dregið verður um töfluröð í úrvals- og 1. deild á Borgarskákmótinu, 19. ágúst nk. Liðsstjórar/formenn hvattir til að mæta.
- Íslandsmót ungmenna og unglingasveita verður haldið í Garðabæ, 2. og 3. nóvember. Boðsbréf væntanlega á næstu vikum.
- Reykjavíkurskákmótið, 9.-15. apríl í Hörpu. Skráning hafin og er skráningarform í gula kassanum á skak.is
4. Tímaritið Skák
Tímaritið Skák kemur út í haust undir ritstjórn Gauta Páls Jónssonar.
Íslensk skákfélög eru hvött til kaupa ritið og jafnframt til að hvetja sína félagsmenn til að gera hið sama. Á þann er hægt að auka líkur á áframhaldandi útgáfu tímaritsins.
Nánar hér: https://skak.is/2024/08/13/timaritid-skak-lifir-her-er-haegt-ad-gerast-askrifandi/
Kveðja,
Stjórn SÍ