Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur á skákfélög landsins fyrr í dag

———–

Til forsvarsmanna skákfélaga.

Stjórn SÍ , hélt sinn fjórða stjórnarfund á starfsárinu 10. október sl.

Fundargerðir stjórnar- og aðalfunda SÍ má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/

  1. Mótahald framundan
  1. Íslandsmót ungmenna verður haldið í Miðgarði í Garðabæ, 2. nóvember nk. Nánar hér: https://skak.is/2024/10/13/islandsmot-ungmenna-u8-u16-fer-fram-2-november-i-midgardi/
  2. Íslandsmót barna- og unglingasveita fer fram í Miðgarði í Garðabæ, 3. nóvember nk. Nánar hér: https://skak.is/2024/10/13/islandsmot-barna-og-unglingasveita-2024/
  3. Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák fer fram 30. nóvember eða 1. desember. Færist fram frá 7. desember
  4. Íslandsmótið í atskák – verður haldið 7. desember á Selfossi í umsjón CAD.
  5. NM ungmenna – haldið í Borgarnesi, 14.-16. febrúar. Nánar kynnt á næstu vikum.

2. 100 ára afmælishátíð Skáksambands Íslands

Stjórn SÍ vinnur þessa dagana fullum höndum af 100 ára afmælishátíð Skáksambands Íslands. Það liggur fyrir að hún verði haldin í Húnabyggð (Blönduósi)

Dagskráin er sem hér segir

  1. Aðalfundur SÍ – haldinn 14. eða 15. júní
  2. Icelandic Open – Skákþing Íslands haldið 14.-21. júní
  3. Blönduós Blitz – 22. júní.

Nánari upplýsingar væntanlegar á næstu vikum.

3. Tímaritið Skák 

Tímaritið Skák er komið út undir ritstjórn Gauta Páls Jónssonar.

Félög er hvött til að kaupa tímaritið og kynna meðal sinna félagsmanna.

Nánar hér: https://skak.is/2024/10/13/timaritid-skak-kemur-ut-i-dag/Kveðja,

Stjórn SÍ