Tíu Íslandsmeistarar voru krýndir á Heimkaupsmótinu – Íslandsmóti ungmenna sem fram fór í gær í Miðgarði í Garðabæ. Afar góð þátttaka var á mótinu – alls 116 keppendur, sem er væntanlega metþátttaka, og þar af stúlkur 33 talsins! Aldrei hefur hlutfall stúlkna verið hærra á þessu móti eða 28%.

Þess má geta að um tugur keppenda kom frá Akureyri og þrír þeirra kræktu í verðlaun. Fjórir krakkar komu úr Snæfellsbæ og einn úr Þingeyjarsveit.

Mótið hófst þannig að Gréta María Grétarsdóttir,  forstjóri Heimkaupa lék fyrsta leikinn u12-flokknum. Veislan var hafin!

Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, lék fyrsta leik mótsins, fyrir Halldóru Jónsdóttur í u-12 flokki.

Heimkaup bauð keppendum upp á epli og banana á meðan móti stóð og féll það í góðan jarðveg. Allir Íslandsmeistararnir fengu spil í verðlaun frá Heimkaupum. Allir verðlaunahafarnir fá þrjá frímánuði frá Chess.com og verður haft samband við þá á næstu dögum.

Að lokum voru allir keppendur leystir út með hinum þjóðlega Prins Pólói.

U8-flokkur (2016 og síðar)

31 keppandi tók þátt og þar af voru 9 stúlkur.

Dagur Sverrisson vann með fullu hús og varð þar með Íslandsmeistari í opnum flokki. Miroslava Skibina varð önnur með 6 vinninga og hlaut gullverðlaun í stúlknaflokki.

Verðlaunahafar urðu annars sem hér segir

Strákar

  1. Dagur Sverrisson 7 v.
  2. Hafþór Haarde Vignisson 5 v.
  3. Eidur Jökulsson 5 v.

Stúlkur

  1. Miraslava Skibina 6 v.
  2. Aría Björn Daníelsdóttir 5 v.
  3. Sarvina Jasline Nirmal johnpaul 5 v,

Lokastaðan á Chess-Results

 

U10-flokkur (2014 og 2015)

33 keppendur tóku þátt og þar af voru 10 stúlkur

Haukur Víðis Leósson fékk 6½ vinning og varð Íslandsmeistari í opnum flokki.  Katrín Ósk Tómasdóttir varð efst stúlkna. Verðlaunahafar urðu sem hér segir:

Strákar

  1. Haukur Víðis Leósson 6½ v.
  2. Pétur Úlfar Ernisson 6 v.
  3. Nökkvi Már Valsson 5½ v.

Stelpur

  1. Katrín Ósk Tómasdóttir 4.
  2. Margrét Einarsdóttir 4 v.
  3. Þóra Kristin Jónsdóttir 3 v.

Lokastaðan á Chess-Results

 

U12-flokkur (2012 og 2013)

24 keppendur tók þátt og þar af 11 stúlkur.  Nánast helmingur!

Birkir Hallmundarson og Örvar Hólm Brynjarsson komu jafnir í mark með 6 vinninga. Þeir háðu aukakeppni sem Birkir vann 2-0 og varð þar með Íslandmeistari í opnum flokki.  Halldóra Jónsdóttir varð Íslandsmeistari stúlkna.

Verðlaunahafar urðu sem hér segir:

Strákar

  1. Birkir Hallmundarson 6 v. + 2 v.
  2. Örvar Hólm Brynjarsson 6 v. + 0 v.
  3. Tristan Fannar Jónsson 5½ v .

Stelpur

  1. Halldóra Jónsdóttir 4½ v.
  2. Harpa Hrafney Karlsdóttir 4 v.
  3. Sigrún Tara Sigurðardóttir

Lokastaðan á Chess-Results

 

U14-flokkur (2010 og 2011)

 

20 keppendur tóku þátt og þar af aðeins tvær stúlkur. Þar urðu sérdeilis óvænt úrslit

Hauka-strákurinn Tristan Nash Alguno Openia sem er var aðeins níundi stigaröðinni vann mótið með 6 vinningum og varð þar Íslandsmeistari í opnum flokki! Frábær árangur enda ekki svo langt síðan hann byrjaði að tefla.  Guðrún Fanney Briem varð önnur og er Íslandsmeistari stúlkna.

Verðlaunahafar urðu sem hér segir

Strákar

  1. Tristan Nash Alguno Openia 6 v.
  2. Theodór Eiríksson 5 v.
  3. Sigþór Árni Sigurgeirsson 5 v.

Stúlkur

  1. Guðrún Fanney Briem 5½ v.
  2. Margrét Kristín Einarsdóttir 2 v.

Lokastaðan á Chess-Results

 

U16-flokkur (2008 og 2009)

Eins og venjulega voru fæstir í u16-flokknum. Það er þó liðin tíð að það þyrfti sameina honum flokknum fyrir neðan eins og hér áður fyrr.

Átta keppendur tóku þátt þar af ein stúlka

Mikael Bjarki Heiðarsson vann allar sínar skákir og varð Íslandsmeistari í opnum flokki. Katrín María Jónsdóttir varð Íslandsmeistari stúlkna. Verðlaunahafar urðu sem hér segir

Strákar

  1. Mikael Bjarki Heiðarsson 7 v.
  2. Markús Orri Jóhannsson 6 v.
  3. Markús Orri Óskarsson 5 v.

Stúlka

  1. Katrín María Jónsdóttir

Lokastaðan á Chess-Results

Skákstjórar voru: Páll Sigurðsson, Harpa Ingólfsdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Hildur Berglind Jóhannsdóttir, Gunnar Björnsson, Þorsteinn Magnússon, Auðbergur Magnússon, Stefán Steingrímur Bergsson, Ingvar Þór Jóhannesson og Lenka Ptácníková.

Skáksambandið vill þakka öllum þeim sem komu að mótinu. Sérstaklega Heimkaupum og svo Taflfélagi Garðabæjar.

Þorsteinn Magnússon tók myndirnar.