Stjórn Skáksambandsins ákvað á fundi sínum í desember að stofna „úrtakshóp“ ungra skákmanna á aldrinum 16-25 ára og ráða landsliðsþjálfara.
Helgi Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari hópsins, en einnig munu fleiri góðir menn koma að þjálfuninni. Þeir sem eiga ekki heimangengt á æfingar geta tekið þátt í gegnum netið því blandað verður saman æfingum á staðnum og netæfingum.
Fjármögnun starfsins verður með tekjum af áskriftargjöldum Skáksambandsins en ágóði þeirra fer til U16 og U25 landsliðanna.
Hópurinn samanstendur í grunninn af skákmönnum á aldrinum 16-25 ára sem náð hafa 2000 eló-stigum.
Í gærkvöldi kom hópurinn saman til fyrstu æfingarinnar og var mæting og stemmning góð. Andri Freyr Björgvinsson og Hilmir Freyr Heimisson tóku þátt í gegnum fjartengingar frá Akureyri og Danmörku.
Gauti Páll Jónsson er fyrirliði æfingahópsins
og Halldór Grétar Einarsson er tengiliður hópsins við Landsliðs- og afreksnefnd Skáksambandsins.
Æfingar verða einu sinni í viku á fimmtudagskvöldum kl 19:30
Framtíð skákarinnar á Íslandi er björt og öflug !