Omar Salama er einn yfirdómara Ólympíuskákmótsins í Batumi í Georgíu. Hann var fyrsti íslenski skákdómarinn á Ólympíuskákmóti.

Hve gamall/gömul lærðir þú mannganginn?

5 ára

Þín helsta fyrirmynd í skák?

Vladimir Kramnik 

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir Ólympíumótið nú?

Líkamansrækt og taktík og já skákreglur auðvitað!

Hver er að þínu mati frægasti Georgíumaður fyrr og síðar? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Nona Gaprindashvilli 

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

5 sinnum

Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?

Auðvitað. Salah verður áfram bezti leikmaðurinn! 

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu?

USA aftur!

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?

The bold and the beautiful

Minnistæðasta augnablik á Ólympíuskákmóti.

Þegar skákmaður lést í Tromsö 2014.

Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?

Örugglega ekki Short!

Við hvaða haf liggur Batumi. Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Svartahafið

Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti?

Engin

Með hverjum þremur (lífs eða liðnum) myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?

Mikhael Tal, Bobby Fischer og Garry Kasparov af því að þeir eru bara bestir!

- Auglýsing -