Guðlaug Þorsteinsdóttir

Hve gamall/gömul lærðir þú mannganginn?

5 ára minnir mig

Þín helsta fyrirmynd í skák?

Birna Norðdal, fer að nálgast hennar aldur þegar við fórum til Buenos Aires 1978, í fyrstu Ólympíusveit kvenna.

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir Ólympíumótið nú?

Æfingar með stelpunum og Birni, og skoða gömul mistök.

Hver er að þínu mati frægasti Georgíumaður fyrr og síðar?

Nona Gaprindashvili

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

7 sinnum

Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?

Nei

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu?

Kína

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?

Fréttir

Minnistæðasta augnablik á Ólympíuskákmóti

No se

Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?

Dvorkovitch frá Rússlandi

Við hvaða haf liggur Batumi.

Svartahaf

Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti?

Engin sem stendur upp úr, eða niður úr.

Með hverjum þremur (lífs eða liðnum) myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?

Alltof erfið spurning, svo margir sem koma til greina

- Auglýsing -