Í viðureign dagsins gegn Frökkum. Mynd: GB

Íslenska liðið tapaði ½-3½ fyrir sveit Frakka í fyrstu umferð EM landsliða sem fram fór í dag í Batumi í Georgíu. Bragi Þorfinnsson (2436) gerði jafntefli við stórmeistarann Christian Bauer (2606) en aðrir töpuðu. Svekkjandi úrslit enda var útlitið miklu betra um tíma.

Alls konar óvænt úrslit urðu í fyrstu umferð. Danir náðu 2-2 jafntelfi gegn Rússum og Austurríkismenn náðu sömu úrslitum gegn Englendingum. Ingvar Þór Jóhannesson og félagar brugðu á leik fyrir Danina.

Ísland mætir sveit Serbíu í 2. umferð sem hefst kl. 11:15

- Auglýsing -