Hlutirnir hafa ekki beint fallið með íslenska liðinu á EM landsliða. Sérstaklega hefur hvíti liturinn verið okkar mönnum erfiðum. Íslenska sveitin gerði 2-2 jafntefli gegn ungri sveit Belga. Hannes Hlífar Stefánsson vann örugglega með svörtu, Helgi Áss Grétarsson og Dagur Ragnarsson gerðu báðir jafntefli. Eins merkilegt og það hljómar er jafntefli Helga fyrsti punkurinn okkar með hvítu á mótinu. Sveitin hefur hins vegar fengið 3,5 vinninga með svörtu sem er vel ásáttanlegt.

Sveitin hefur 1 stig af 6 mögulegum en veitt eru 2 stig fyrir sigur í viðueignum, 1 fyrir jafntefli og ekkert fyrir tap. Sveitin hefur alls 4 vinninga í 12 skákum og er í 38. sæti af 40 sveitum.  Leiðin mun því bara liggja upp á við!

Í dag mætir íslenska sveitin liði Slóvakíu sem eilítið sterkari en við á pappírnum. Dagur Ragnarsson hvílir.


Armenía, Úkraína og Holland eru efst í opnum flokki en Georgía, Rússland og Ítalíu í kvennaflokki.

Áfram Ísland!

 

- Auglýsing -