Gríðarlega spenna úr hlaupinn í úrvalsdeild Íslandsmóts skákfélaga eftir 5½-2½ stórsigur Taflfélags Reykjavíkur á Taflfélagi Garðabæjar í áttundu umferð sem fram fór fyrr í dag. TG hefur 13 stig en TR hefur 12 stig. Það er því mikil spennan fyrir næstsíðustu umferð sem hefst núna kl. 17. Baráttan um bronsið er á milli Skákdeildar Fjölnis og Víkingaklúbbsins sem bæði hafa 8 stig.

Úrslit 8. umferðar

 

Úrslit 8. umferðar

Þess má geta geta að Vignir Vatnar Stefánsson rauf 2500 stigamúrinn með jafnteflinu í dag og vantar því aðeins einn áfanga til að klára stórmeistaratitilinn. Skákfélag Akureyrar er nú formlega fallið í 1. deild.

TG mætir Víkingaklúbbnum í seinni umferð dagsins en TR mætir Skákdeild Breiðabliks.

Mótstaflan

Staðan í úrvalsdeild

  1. deild

Taflfélag Vestmannnaeyja er í forystu í með 9 stig, b-sveit Skákfélags Akureyrar er í öðru sæti með 8 stig og Skákdeild KR í þriðji sæti með 7 stig.

Mótstaflan

2. deild

B-sveit Breiðabliks er í forystu með 10 stig, Skákgengið er í öðru sæti með 7 stig. TG-c og Hrókar alls fagnaðar eru í 3.-4. sæti með 6 stig.

Mótstaflan

3. deild

Skákfélag Akureyrar c-sveit og Taflfélag Reykjavíkur d-sveit eru í forystu með 10 stig. Vinaskákfélagið er í þriðja sæti með 8 stig.

Mótstaflan

4. deild

Skákfélag Sauðárkróks er í forystu með 10 stig, Taflfélag Reykjavíkur e-sveit er í öðru sæti með 8 stig og Skákfélagið Goðinn er í þriðja sæti með 7 stig.

Mótstaflan

- Auglýsing -