Kópavogsmótið í skólaskák

  0
  398
  Hvenær:
  31. maí, 2023 @ 15:30 – 1. júní, 2023 @ 22:00
  2023-05-31T15:30:00+00:00
  2023-06-01T22:00:00+00:00
  Hvar:
  Stúkan
  4433+J7V
  201 Kópavogur
  Ísland
  Gjald:
  Ókeypis
  Kópavogsmótið í skólaskák @ Stúkan | Kópavogur | Kópavogsbær | Ísland

  Kópavogsmót í skólaskák fer fram miðvikudaginn 31. maí og fimmtudaginn 1. júní í Stúkunni við Kópavogsvöll, aðsetri skákdeildar Breiðabliks

  Teflt verður í einstaklingsflokkum 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppnisrétt hafa þeir krakkar í grunnskólum Kópavogs sem teflt hafa með a-sveit síns skóla í einhverri af sveitakeppnum þessa skólaárs. Auk þess hafa allir krakkar úr grunnskólum Kópavogs, og með skákstig, keppnisrétt. Fallir einhverjir af betri skákkrökkum einhvers skóla ekki undir skilyrðin að ofan geta skákkennarar/umsjónarmenn skákstarfs eða aðrir aðilar innan þess skóla engu að síður skráð viðkomandi til keppni.

  1.-4. bekkur: miðvikudagur 15:30 –  uþb.18:00

  5.-7. bekkur: miðvikudagur 18:30 – uþb.21:00

  8.-10. bekkur fimmtudagur 17:30 – uþb.22:00

  ATH: Mæting og staðfesting þátttöku er í síðasta lagi 10 mínútum áður en mótið hefst.

  Umferðarfjöldi og tímamörk verða endanlega ákveðin þegar skráning liggur fyrir en má gera ráð fyrir 7 umferðum í hverjum flokki með umhugsunartíma 7mín 3sek í viðbót.

  Skráningarfrestur er til 22:00 mánudaginn 29. maí.

  Efstu tvö í hverjum flokki hljóta keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer í Kópavogi 10. og 11. júní.

  Þegar skráðir keppendur.

  - Auglýsing -