Séð yfir keppnissalinn í Hofi. Mynd: SA

Íslandsmótið í skák – Icelandic Open – minningarmót um Guðmund Arason hófst með glæsibrag á Akureyri í dag. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, setti mótið og lék fyrsta leik þess fyrir Íslandsvininn Ivan Sokolov. Þátttakan er góð en 58 keppendur taka þátt. Úrslit í dag urðu hefðbundin það er hinir stigahærri unnu almennt þá stigalægri. Á því urðu þó tvær undantekningar því Stefán G. jónsson og Benedikt Stefánsson gerðu báðir jafntefli við mun stigahærri andstæðinga.

Ásthildur bæjarstjóri lék fyrsta leikinn fyrir Ivan Sokolov. Mynd: Heimasíða SA.

Úrslit dagsins má finna á Chess-Results.

Tvöfaldur dagur er á morgun, þ.e. tefldar eru tvær umferðir. Þær hefjast kl. 10 og 17. Enn er stigamunur mikill en á efstu borðunum munar um 400 stigum.

Jóhanna Björg barðist eins og lljón gegn Héðni en þurfti að lokum að lúta í dúk. Mynd: SA

Mótið er jafnframt Íslandsmót kvenna og unglingameistaramót Íslands (u22).

Efstu borðin

Röðun 2. umferðar í heild sinni má finna á Chess-Results.