Margeir Pétursson teflir á Skákþingi Íslands í fyrsta skipti í 24 ár!

Íslandsmótið í skák hefst á laugardaginn 22. ágúst. Landsliðsflokkurinn fer fram í Álftanesskóla í Garðabæ og þar taka þátt tíu af sterkustu skákmönnum landsins. Þátttaka Margeirs Péturssonar vekur athygli en hann tekur þátt í mótinu í fyrsta skipti síðan 1996!

Mótshaldið er samvinnuverkefni Skáksambands Íslands og Taflfélag Garðabæjar sem fagnar 40 ára afmæli í ár.

Fimm stórmeistarar taka þátt í mótinu sem fram fer í Garðabæ í fyrsta skipti síðan 1996, einmitt þegar Margeir tók síðast þátt. Stigahæstur keppenda er Garðbæingurinn Hjörvar Steinn Grétarsson sem freistar þess að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og ekki væri verra ef það tækist í sínum heimabæ.

Þröstur Þórhallsson, sem varð Íslandmeistari 2014, Bragi Þorfinnsson og Íslandsmeistarinn frá 2018, Helgi Áss Grétarsson fylla hóp fimm stórmeistara.

Alþjóðlegi meistarinn, Guðmundur Kjartansson, Íslandsmeistarinn 2014 og 2017, lætur ekki vanta. Björn Þorfinnsson, bróðir Braga, er annar tveggja alþjóðlegra meistara sem taka þátt.

Flokkinn fylla svo þrír ungir og efnilegir skákmaður. Dagur Ragnarsson, Vignir Vatnar Stefánsson og Gauti Páll Jónsson sem án efa munu setja svip sinn á mótið.

Garðbæingar eiga þrjá fulltrúa á mótinu en auk Hjörvars búa Björn og Dagur í Garðabæ.

Mótið átti upphaflega að hefjast 28. mars en var frestað vegna Covid-19. Skáksambandið fékk leyfi til að halda mótið nú í samræmi við undanþágur vegna íþróttastarfsemi. Covid-19 hefur samt mikil áhrif á mótið og mun t.d. áskorendaflokkurinn fara fram í öðrum stað, nánar tiltekið í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, en upphaflega stóð til að báðir flokkarnir færu fram á sama stað. Vegna Covid-19 verður mótið án áhorfenda.

Þess í stað verða beinar útsendingar í umsjón Ingvars Þór Jóhannessonar sýndar alla daga. Dregið verður um töfluröð á morgun kl. 14. Töfludrátturinn verður í beinni á íslenskum skákmönnum á Facebook.

Mótið á Chess-Results.

Áskorendaflokkurinn

Skáksalurinn í Faxafeni er tilbúinn fyrir áskorendaflokkurinn. Yfirdómarinn mætti með málbandið og lofar að allt fari eftir settum sóttvarnarreglum. 

Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák (Skákþings Íslands) fer fram  í skákhöll TR 22.-30. ágúst

Áskorendaflokkur er opinn fyrir alla aðra en þá sem tefla í landsliðsflokki sem fer fram á sama tíma í Álftnesskóla.

DAGSKRÁ

 1. 22. ágúst Laugardagur 15-20
 2. 23. ágúst Sunnudagur 15-20
 3. 24. ágúst Mánudagur 18-23
 4. 25. ágúst Þriðjudagur 18-23
 5. 26. ágúst Miðvikudagur 18-23
 6. 27. ágúst Fimmtudagur 18-23
 7. 28. ágúst Föstudagur 18-23
 8. 29. ágúst Laugardagur 15-20
 9. 30. ágúst Sunnudagur 13-18

VERÐLAUN

 1. 75.000 kr.
 2. 45.000 kr.
 3. 30.000 kr.

Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verðlaunasætum í áskorendaflokki. Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki árið 2021. Oddastigaútreikningur ræður séu menn jafnir í verðlaunasætum.

ODDASTIG

 1. Flestar tefldar skákir
 2. Buchholz-1
 3. Buchholz
 4. Sonneborn-Berger
 5. Innbyrðis úrslit

SKRÁNING

Þátttökugjöld eru 6.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (2003 og síðar) fá 50% afslátt. Titilhafar aðrir en CM/WCM fá frí þátttökugjöld.

Skráning fer eingöngu fram á Skák.is – gula kassanum. Ekki verður hægt að skrá sig til leiks á skákstað.  Skráningarfrestur rennur út 21. ágúst 2020. 

Þátttökugjöld greiðist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir lok skráningarfrests.

Mótið á Chess-Results