Skáksamband Íslands hefur sett sínar sóttvarnarreglur vegna Covid-19. Þær voru unnar eftir leiðbeiningar um sóttvarnarreglur fyrir aðildarfélög ÍSÍ.

Skákþing Íslands er sett upp í samræmi við þessar reglur.

Aðildarfélögum SÍ er ekki heimilt að halda skákmót nema að þau treysti sér að uppfylla þessar reglur. 

Helstu atriði

 • Tryggja þarf að spritt sé aðgengilegt fyrir keppendur og starfsmenn
 • Gæta skal 2ja metra reglunnar milli allra nema þeirra sem tefla saman
 • Fækka skal sameiginlegum snertiflötum eins og hægt er
 • Ef skákstjóri/þjálfari hefur afskipti af keppendum skal hann hafa grímu
 • Sótthreinsa þarf allan skákbúnað á milli umferð og sameiginlega snyrtifleti a.m.k. daglega – helst oftar.
 • Áhorfendur ekki velkomnir í skáksal
 • Ekki er hægt að bjóða upp á sameiginlegar veitingar
 • Séu keppendur/starfsmenn með grun um veikindi eiga þeir að halda sig heima
 • Keppendur og starfsmenn eru beðnir um að halda 2ja metra regluna í fjölmenni utan skákstaðar eða nota annars grímu.

Ekkert kemur betur í veg fyrir smit en persónulegar smitvarnir. Mótshaldar hvetja keppendur á Skákþinginu til

 • Nota reglulegan handþvott
 • Spritta sig fyrir og eftir skák og oftar eftir þörfum
 • Takast ekki í hendur við upphaf og lok skákar
 • Yfirgefa skákstað strax að lokinni skák
 • Forðast sameiginlega snertifleti
 • Koma með eigin penna og eigin veitingar

Rými fyrir áhorfendur/foreldra verður í sal Skákskóla Íslands og þar einnig sérsalerni. Keppendur eru beðnir um að fara ekki inn í það rými.

Þótt að okkur þyki sumt að þessu íþyngjandi skulum við ekki gleyma því að það eru forréttindi fyrir okkur að fá að tefla!

Gertu þetta saman – við erum öll almannavarnir!

Sóttvarnarreglur SÍ vegna Covid