Björg Fenger varaforseti bæjarstjórnar Garðabæjar lék fyrsta leikinn!

Íslandsmótið í skák hófst í dag. Landsliðsflokkur fer fram í Álftanesskóla en áskorendaflokkur fer fram í skákhöll TR. Landsliðsflokkur hófst með því að Björg Fenger, varaforseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar lék fyrsta leikinn fyrir í viðureign stórmeistarana Braga Þorfinnssonar og Hjörvars Steins Grétarssonar vopnuð einnota hanska. Þeir yfirgáfu sætin rétt á meðan til að tryggja tveggja metra regluna!

Mótshaldið er samvinnuverkefni Skáksambands Íslands og Taflfélag Garðabæjar sem fagnar 40 ára afmæli í ár.

Allar umferðir hefjast um kl. 15 nema lokaumferðin.

Áskorendaflokkurinn

Séð yfir skáksalinn í áskorendaflokki.

Áskorendaflokkurinn fer fram í skákhöll TR, Faxafeni 12. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, varaforseti SÍ, setti mótið og fór yfir grímunotkun í leiðinni! 38 keppendur taka þátt í mótinu sem verður að teljast prýðisþátttaka í ljósi skamms fyrirvara á mótshaldinu.

Helgarumferðir hefjast kl. 15 en umferðir á virkum dögum hefjast kl. 18. Lokaumferðin hefst kl. 13.

 

Fjögur efstu borðin eru sýnd beint í hverri umferð.