Spennandi lokaumferð.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2561) varði gær Íslandsmeistari í skák í þrettánda sinn! Ivan Sokolov (2593) sigraði á mótinu, Lenka Ptácníková (2145) varð Íslandsmeistari kvenna og Vignir Vatnar Stefásson (2291) varð unglingameistari Íslands (u22).

Það var mikil spenna fyrir lokaumferðina Héðinn Steingrímsson (2549) var efstur íslensku skákmannann. Hann hafði hálfs vinnings forskot á Hannes Hlífar Stefánsson (2561), Guðmund Kjartansson (2454) og Jón Viktor Gunnarsson (2452). Ef tveir eða fleiri keppendur hefði jafnmarga vinninga myndi oddastig gilda. Þar var staða Hannesar langbest en hann mætti Jóni Viktori. Guðmundur tefldi við Sokol og Héðinn við Tiger Hillarp Persson (2563). Héðinn þurfti að öllum líkindum sömu úrslit og Hannes til að tryggja sér titilinn. Hann lenti senmma í vandræðum gegn Svíanum. Guðmundur var í vörn gegn Ivan en Hannes virtist vera að sigla heim sigri Jóni Viktor. Þannig fór það. Hannes vann og Héðinn og Guðmundur töpuðu.

Ivan skoðar verðlaunagripina. Guðmundur Arason vakir yfir.

Ivan Sokolv varð einn efstur. Hannes og Tiger urðu í 2.-3. og Íslandsmeistaratitilinn Hannesar Héðinn varð í 4.-6. sæti ásamt Braga Þorfinnssyni og Justin Sarkar.

Þrettánda Íslandsmeistaratitill Hannes og sá fyrsti í sex ár. Hann vann síðast mótið árið 2013. Þá var mótið opið eins og núna.

Lenka Ptácníková vann Íslandsmót kvenna en hún hafði leitt mótið allan tímann. Jóhnanna Björg Jóhannsdóttir varð önnur og Tinna Kristínn Finnbogadóttir þriða.

Baráttan um unglingameistaratitilinn varð hörð. Svo fór að Vignir Vatnar Stefánsson (2291) og Símon Þórhallson (2184) komu jafnir og efstir í mark með 5 vinninga. Vignir var sjónarmun á undan (aðeins hálfu stig) í oddastigum og fékk titilinn. Pétur Pálmi Harðarson varð þriðji með 4,5 vinninga.

Verðlaunaafhending frá fram í Hofi í gær. Verðlaunin afhendu þær Anna Jóhanna Guðmunsdóttir frá GA Smíðajárni og Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar.

Mótshaldið var Akureyringum til mikils sóma en mótshaldið var að mestu á herðum formannsins, Áskels Arnar Kárasonar. Honum til aðstoðar voru Jakob Þór Kristjánsson, Rúnar Sigurpálsson, Sigurður Arnarson og Andri Freyr Björgvinnsson. Kristján Örn Elíasson var yfirdómari mótsins.

Myndir frá verðlaunaafhendingu væntanlegar.