Aðalfundur Skáksambands Íslands fór fram í Hofi á Akureyri í gær. Sautján fullfrúar frá sex félögum (Huginn, TR, Breiðablik, KR, SA, TG og SSON) sátu fundinn  sem stóð í um 3 klukkustundir.

Rekstrarhagnaður var á Skáksambandinu í fyrra uppá 1,7 mkr. Gunnar Björnsson var endurkjörinn forseti án mótaframboðs.

Aðrir í stjórn voru kjörnir: Halldór Grétar Einarsson, Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Róbert Lagerman Stefán Bergsson, Þorsteinn Stefánsson og Þórir Benediktsson.

Í varastjórn voru kjörin Kristófer Gautason, Gauti Páll Jónsson, Hörður Jónasson og Björgvin S. Guðmundsson.

Halldór Grétar og Björgvin koma nýir inn í stjórnina. Halldór hefur reyndar setið áður.

Lagabreytingatillaga Björns Þorfinnssonar, Gunnar Björnssonar, Jóhanns Hjartarson, Kristófers Gautasonar og Stefán Bergsson um sex liða úrvalsdeild var samþykkt með miklum meirahluta en þó með tveim breytingum.

Breytingatillaga um að leyfa b-lið í úrvalsdeild var samþykkt. Einnig var samþykkt breytingatillaga um að sex skákmenn tefldu í úrvalsdeild eins og í öðrum deildum. Sem fyrr gildir ákvæði um að helmingur sveita verði að vera skipaður íslenskum skákmönnum. Tekin verða upp liðsstig í öllum deildum

Rétt er taka fram að þessi samþykkt breytir engu um Íslandsmót skákfélaga 2019-2020. Það verður teflt með eldra fyrirkomulagi. Úrslitin í því móti skipta hins vegar í hvaða deildum lið tefla tímabilið 2020-21 á eftirfarandi hátt

  • Úrvalsdeild : 1.-6. sæti í 1. deild
  • 1. deild: 7.-10. sæti í 1. deild og 1.-4. sæti í 2. deild
  • 2. deild: 5.-8. sæti í 2. deild og 1.-4. sæti í 3. deild
  • 3. deild : 5.-11. sæti í 3. deild og 1. sæti í 4. deild
  • 4. deild: Aðrar sveitir