Ný alþjóðleg skákstig komu út 1. júní sl. Hjörvar Steinn Grétarsson (2563) er stigahæsti skákmaður landsins. Sæþór Ingi Sæmundarson (1225) er stigahæstur nýliða á listanum og Benedikt Þórisson (+105) hækkar mest allra frá maí-listanum.

Listann í heild sinni yfir virka skákmenn má finna hér.

Topp 20

Afar litlar breytingar enda tefldu okkar bestu menn lítið í liðnum mánuði ef við undanskiljum Íslandsmótið sem kemur til útreiknings í júlí.

Hjörvar Steinn Grétarsson (2563) er stigahæstur, Hannes Hlífar Stefánsson (2561) annar og Héðinn Steingrímsson (2549) þriðji.

Nr. Nafn Tit Stig  +/- Fj.
1 Gretarsson, Hjorvar Steinn GM 2563 0 0
2 Stefansson, Hannes GM 2561 0 0
3 Steingrimsson, Hedinn GM 2549 0 0
4 Hjartarson, Johann GM 2513 0 0
5 Olafsson, Helgi GM 2511 0 0
6 Danielsen, Henrik GM 2497 0 0
7 Petursson, Margeir GM 2480 0 0
8 Kjartansson, Gudmundur IM 2459 5 9
9 Gunnarsson, Jon Viktor IM 2452 0 0
10 Thorfinnsson, Bragi GM 2451 0 0
11 Thorhallsson, Throstur GM 2435 0 0
12 Gretarsson, Helgi Ass GM 2433 0 0
13 Arnason, Jon L GM 2422 0 0
14 Gunnarsson, Arnar IM 2420 0 0
15 Kjartansson, David FM 2401 0 0
16 Thorsteins, Karl IM 2401 0 0
17 Thorfinnsson, Bjorn IM 2391 2 9
18 Ragnarsson, Dagur FM 2391 0 0
19 Arngrimsson, Dagur IM 2372 0 0
20 Ulfarsson, Magnus Orn FM 2364 0 0

 

Nýliðar

Þrír nýliðar eru á listanum. Stigahæstur þeirra er Sæþór Ingi Sæmundarson (1225). Hinir tveir eru Þorsteinn Jakob F Þorsteinsson (1115) og Jósef Omarsson (1003).

Nr. Nafn Tit Stig  +/- Fj.
1 Saemundarson, Saethor Ingi 1225 1225 6
2 Thorsteinsson, Thorsteinn Jakob F 1115 1115 7
3 Omarsson, Josef 1003 1003 50

 

Mestu hækkanir

Benedikt Þórisson (+105) hækkar mest allra maí-listanum eftir frábæra frammistöðu á Meistaramóti Skákskóla Íslands. Í næstu sætum eru Ingvar Wu Skarphéðinsson (+75) og Anna Katarina Thoroddsen (+69)

Nr. Nafn Tit Stig  +/- Fj.
1 Thorisson, Benedikt 1505 105 9
2 Skarphedinsson, Ingvar Wu 1322 75 7
3 Thoroddsen, Anna Katarina 1076 69 6
4 Brodmann, Gestur Andri 1229 28 3
5 Birkisdottir, Freyja 1456 26 2
6 Moller, Tomas 1291 25 3
7 Karlsson, Isak Orri 1400 22 3
8 Ingason, Sigurdur 1796 17 8
9 Briem, Benedikt 1827 16 3
10 Heidarsson, Arnar 1777 16 2

 

Reiknuð innlend mót

  • Mótaröð Laufáborgar (nr. 5)
  • Landsmótið í skóla, eldri- og yngri flokkur (kapp- og atskák)
  • Meistarmót Skákskóla Íslands, eldri og yngri flokkur (kapp- og atskák)
  • Atskákmót til minningar um Bedda á Glófaxa
  • TRUXVI-mót (hraðskák)
  • TR Rapid Tuesday, 5-9 (atskák)

Heimslistinn

Magnús Carlsen (2875) er langstigahæsti skákmaður heims. Í næstu sætum eru Fabiano Caruana (2819) og Ding Liren (2805).

Heimslistann má finna hér.