Ný alþjóðleg skákstig sem taka gildi á morgun, 1. júlí, eru komin út. Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæsti skákmaður landsins, aðeins þó einu stigi hærri en Íslandsmeistarinn, þrettánfaldi, Hannes Hlífar Stefánsson. Arna Dögg Kristinsdóttir er eini nýliði listans. Stefán G. Jónsson hækkar mest frá júní-listanum.

Listi yfir virka íslenska skákmenn

Topp 20

Hjörvar Steinn Grétarsson (2563) er stigahæstur íslenskra skákmanna. Annar, aðeins stigi lægri, er Hannes Hlífar Stefánsson (2562). Þriðji er Héðinn Steingrímsson (2547).

No. Name Tit Stig  +/- Fj.
1 Gretarsson, Hjorvar Steinn GM 2563 0 0
2 Stefansson, Hannes GM 2562 1 9
3 Steingrimsson, Hedinn GM 2547 -2 9
4 Hjartarson, Johann GM 2513 0 0
5 Olafsson, Helgi GM 2511 0 0
6 Danielsen, Henrik GM 2497 0 0
7 Petursson, Margeir GM 2480 0 0
8 Kjartansson, Gudmundur IM 2470 11 23
9 Thorfinnsson, Bragi GM 2449 -2 9
10 Gunnarsson, Jon Viktor IM 2445 -7 9
11 Arnason, Jon L GM 2422 0 0
12 Gunnarsson, Arnar IM 2420 0 0
13 Thorhallsson, Throstur GM 2419 -16 9
14 Gretarsson, Helgi Ass GM 2412 -21 25
15 Kjartansson, David FM 2401 0 0
16 Thorsteins, Karl IM 2401 0 0
17 Ragnarsson, Dagur FM 2391 0 0
18 Thorfinnsson, Bjorn IM 2381 -10 9
19 Arngrimsson, Dagur IM 2372 0 0
20 Ulfarsson, Magnus Orn FM 2364 0 0

 

Nýliði

Aðeins einn nýliði er á mótinu nú – enda var aðeins eitt íslenskt kappskákmót reiknað til stiga. Það er hin unga og efnilega Arna Dögg Kristinsdóttir (1432) frá Akureyri.

No. Name Tit Stig  +/- Fj.
1 Kristinsdottir, Arna Dogg 1432 1432 6

 

Mestu hækkanir

Stefán G. Jónsson (+109) hækkar mest frá síðasta lista. Þess má geta að Stefán er sjötugur og sannar það að menn geta verið efnilegir á öllum aldri! Næstir eru Pétur Pálmi Harðarson (+99) og Benedikt Briem (+74).  Allir tefldu þeir á Icelandic Open.

No. Name Tit Stig  +/- Fj.
1 Jonsson, Stefan G 1677 109 9
2 Hardarson, Petur Palmi 1946 99 8
3 Briem, Benedikt 1901 74 9
4 Omarsson, Adam 1279 74 8
5 Gislason, Gudmundur FM 2336 48 8
6 Jonsson, Gauti Pall 2080 47 15
7 Omarsson, Josef 1048 45 8
8 Briem, Hedinn 1668 40 5
9 Sigurdsson, Snorri Thor 2000 35 6
10 Karlsson, Mikael Johann 2175 29 9
11 Gunnarsson, Helgi Petur 1740 27 8
12 Bergsson, Stefan 2149 25 9
13 Helgadottir, Idunn 1117 22 8
14 Kristjansson, Olafur 2090 21 9
15 Leosson, Atli Johann 1811 21 9
16 Stefansson, Benedikt 1442 19 7
17 Sigurdarson, Tomas Veigar 2011 17 9
18 Halldorsson, Hjorleifur 1796 17 8
19 Kjartansson, Gudmundur IM 2470 11 23
20 Hjaltason, Elvar Orn 1702 11 6

Reiknuð mót

Fjögur íslensk skákmót voru reiknuð til skákstiga. Það voru:

  • Icelandic Open
  • TR Rapid Tuesday X (atskák)
  • Air Iceland Connect (hraðskák)
  • Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák

Heimslistinn

Magnús Carlsen (2872) er sem fyrr langstigahæsti skákmaður heims. Í næstum sætum eru Fabiano Caruana (2819) og Ding Liren (2812).

Heimslistann má nálgast hér.