Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar SÍ var haldinn 13. júní sl.

Fundargerð má finna hér.

Útdráttur frá fundinum

Verkaskipting stjórnar: Halldór Grétar nýr varaforseti

Nefndarskipan: Formenn fjögurra nefnda skipaðir.

Mótaáæltun fyrir mót Skáksambandsins liggur fyrir og upplýsingar um mót Skáksambandsins má finna hér.

Nánar um mótaáæltun

Íslandsmót öldunga (+65) verður í fyrsta skipti haldið sem kappskákmót og fer fram í september. Sjá hér.

Íslandsmót skákfélaga verður haldið 3.-6. október 2019 og 19.-21. mars 2020 (eða mögulega 20.-22. febrúar 2020).

Íslandsmót skólasveita verða eins dags mót um virka daga – ekki helgar.

GAMMA Reykjavíkurskákmótið verður haldið 17.-24. apríl. Mótið verður aftur 10 umferða mót. Mótið fer fram á átta dögum og verða því teknir upp tveir tvöfaldir dagar.

Landsliðs- og áskorendaflokkur og Íslandsmót kvenna verði haldið samhliða í kringum páskana 2020.

Íslandsmótið í atskák og Íslandsmótið í Fischer-slembiskák er hvorug tveggja í vinnslu

Miklar umræður um skák í skólum. Stefnt er að átaki í haust. Halldór Grétar og Stefán koma með tillögur að útfærslu fyrir næsta fund.

Heimasíða SÍ í vinnslu.

Umræður um húsnæðismál skákhreyfingarinnar en núvernandi húsnæði Skáksambandsins er afar illa nýtt. Forseta falið að koma frekari upplýsingar og þarfagreiningu fyrir næsta fund SÍ.

Næstii fundur stjórnar SÍ er áformaður 15. ágúst nk.