Ný alþjóðleg skákstig eru komin út og taka þau gildi á morgun, 1. febrúar. Héðinn Steingrímsson er stigahæsti skákmaður landsins og Dagur Ragnarsson er sá sem hækkar mest frá janúar-listanum. Dagur kemst í fyrsta skipti inn á topp 20.

Íslenskir skákmenn með virk skákstig, 1. febrúar 2019

Topp 20

Engar breytingar á efstu fimm mönnum enda enginn þeirra með reiknaða skák. Öllu meiri sviptingar verða á þessum lista 1. mars nk.

Nr. Skákmaður Tit Stig  +/- Fj.
1 Steingrimsson, Hedinn GM 2561 0 0
2 Gretarsson, Hjorvar Steinn GM 2560 0 0
3 Hjartarson, Johann GM 2530 0 0
4 Stefansson, Hannes GM 2514 0 0
5 Olafsson, Helgi GM 2511 0 0
6 Danielsen, Henrik GM 2491 -3 1
7 Petursson, Margeir GM 2487 0 0
8 Gunnarsson, Jon Viktor IM 2462 0 0
9 Gretarsson, Helgi Ass GM 2444 0 0
10 Thorfinnsson, Bragi GM 2438 0 0
11 Arnason, Jon L GM 2432 0 0
12 Thorhallsson, Throstur GM 2425 0 0
13 Thorsteins, Karl IM 2421 0 0
14 Gunnarsson, Arnar IM 2420 0 0
15 Thorfinnsson, Bjorn IM 2414 0 0
16 Kjartansson, David FM 2403 0 0
17 Kjartansson, Gudmundur IM 2403 -21 19
18 Heimisson, Hilmir Freyr FM 2394 2 1
19 Arngrimsson, Dagur IM 2367 0 0
20 Ragnarsson, Dagur FM 2361 34 9

 

Mestu hækkanir

Dagur Ragnarsson (+34) hækkar langmest allra frá janúar-listanum eða um 34 stig. Næstir eru Tryggvi Leifur Óttarsson (+26) og Vignir Vatnar Stefánsson (+15)

Nr. Skákmaður Tit Stig  +/- Fj.
1 Ragnarsson, Dagur FM 2361 34 9
2 Ottarsson, Tryggvi 1543 26 1
3 Stefansson, Vignir Vatnar FM 2263 15 10
4 Einarsson, Arnthor 2242 9 1
5 Finnlaugsson, Gunnar 1981 7 2
6 Bjarnason, Oskar 2238 4 2
7 Agustsson, Hafsteinn 1839 3 3
8 Heimisson, Hilmir Freyr FM 2394 2 1

 

Reiknuð mót

Aðeins þrjú innlend skákmót voru reiknuð til skákstiga að þessu sinni. Á mars-listanum verður hins vegar veisla þegar a.m.k. 16 skákmót verða reiknuð til skákstiga.

  • Nýársmót Vinaskákfélagsins (hraðskák)
  • Mótaröð Laufásborgar – mót 1
  • Mótaröð Laufásborgar – mót 2

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2845) er stigahæsti skákmaður heims. Næstir eru Fabiano Caruana (2828) Ding Liren (2812)

Heimslistann má nálgast á heimasíðu FIDE.