Íslandsmeistarar Vatnsendaskóla í fyrra ásamt liðsstjóra

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk 2019, fer fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, föstudaginn, 22. febrúar

Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 8+2 á hvern keppenda. Mótið hefst kl. 10 og áætlað er að því ljúki með verðlaunaafhendingu um kl. 12:30. 

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit – en hver sveit er skipuð fjórum nemendum 1.-3. bekkjar (auk allt að fjögurra varamanna). 

Þátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Þó ekki hærri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjár sveitirnar og einnig efstu b-e sveitir. Einnig borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði.

Núverandi Íslandsmeistari barnaskólasveita (1.-3. bekkur) er Vatnsendaskóli. Nánar um mótið í fyrra hér.