
Skákþing Íslands fer fram í Garðabæ þennan veturinn. Teflt verður við glæsilegar aðstæður í Sveinatungu við Garðatorg.
Sérstök heimasíða hefur verið sett upp fyrir Skáþingið (alla flokka) og má finna hér. Tengil á heimasíðuna má ávallt finna af forsíðu Skák.is.
Mótið er haldið sameiginlega af Skáksambandi Íslands og Taflfélagi Garðabæjar sem fagnar 40 ára afmæli í ár.
Íslandsmót kvenna
Veislan hefst með Íslandsmóti kvenna sem fram fer 27. febrúar – 3. mars. Skipt er í tvo flokka, landsliðsflokk kvenna (+1600) og áskorendaflokk kvenna (öllum opið).
Skráning hefur farið vel af stað og nú þegar eru sex skákkonur skráðar til leiks í landsliðsflokki kvenna. Farið hægar af stað í áskorendaflokki en vonandi á skráningin þar eftir að taka við sér. Sjá nánar hér.
Skráningarfrestur rennur út þann 13. febrúar í landsliðsflokki kvenna en þann 20. febrúar í áskorendaflokki kvenna.
Landsliðsflokkur
Einn sterkasti landsliðsflokkur sögunnar verður haldinn í Garðabænum 27. mars – 5. apríl. Af tíu keppendum eru sjö stórmeistarar! Meðalstigin eru 2429 skákstig!
Það má búast við harðri baráttu en Íslandsmeistaratitilinn tryggir meðal annars sæti í ólympíuliði Íslands í Moskvu í ágúst nk.
Keppendalisti landsliðsflokks
Nr. | Nafn | Stig | Félag | |
1 | GM | Hjörvar Grétarsson | 2586 | Huginn |
2 | GM | Hannes H Stefánsson | 2529 | Huginn |
3 | GM | Jóhann Hjartarson | 2524 | Víkingaklúbburinn |
4 | GM | Héðinn Steingrímsson | 2509 | Fjölnir |
5 | GM | Henrik Danielsen | 2504 | SSON |
6 | IM | Guðmundur Kjartansson | 2453 | TR |
7 | GM | Bragi Þorfinnsson | 2430 | SSON |
8 | GM | Helgi Áss Grétarsson | 2403 | TR |
9 | FM | Vignir Vatnar Stefánsson | 2323 | Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanes |
10 | Gauti Páll Jónsson | 2027 | TR |
Áskorendaflokkur
Áskorendaflokkur fer fram samhliða landsliðsflokki, 27. mars – 5. apríl, og má gera ráð fyrir að hann verði í sterkara lagi vegna þess hversu landsliðsflokkur er sterkur.
Áskorendaflokkur er opinn fyrir alla aðra en þá sem tefla í landsliðsflokki.
DAGSKRÁ
Dags. | Vikud. | Umferð | Tími |
28-Mar-20 | Laugardagur | 1 | 15-20 |
29-Mar-20 | Sunnudagur | 2 | 15-20 |
30-Mar-20 | Mánudagur | 3 | 18-23 |
31-Mar-20 | Þriðjudagur | 4 | 18-23 |
01-Apr-20 | Miðvikudagur | 5 | 18-23 |
02-Apr-20 | Fimmtudagur | 6 | 18-23 |
03-Apr-20 | Föstudagur | 7 | 18-23 |
04-Apr-20 | Laugardagur | 8 | 15-20 |
05-Apr-20 | Sunnudagur | 9 | 13-18 |
VERÐLAUN
- 75.000 kr.
- 45.000 kr.
- 30.000 kr.
Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verðlaunasætum í áskorendaflokki. Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki árið 2021. Oddastigaútreikningur ræður séu menn jafnir í verðlaunasætum.
ODDASTIG
- Flestar tefldar skákir
- Buchholz-1
- Buchholz
- Sonneborn-Berger
- Innbyrðis úrslit
SKRÁNING
Þátttökugjöld eru 6.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (2003 og síðar) fá 50% afslátt. Titilhafar aðrir en CM/WCM fá frí þátttökugjöld.
Skráning fer eingöngu fram á Skák.is – gula kassanum. Ekki verður hægt að skrá sig til leiks á skákstað. Skráningarfrestur rennur út 27. mars kl. 15.
Þátttökugjöld greiðist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir lok skráningarfrests.