Keppendur á NM ungmenna 2020. Á myndina vantar Gunnar Erik. Mynd: Kjartan Briem.

Það gekk prýðilega á NM ungmenna sem fram fer í Fredericia í Danmörku um helgina. Hæst bar auðvitað að Hilmir Freyr Heimisson (u20) og Vignir Vatnar Stefánsson (u17) urðu Norðurlandmeistarar ungmenna eins fram kom í frétt á Skák.is í gær.

Ísland varð í þriðja sæti í landskeppninni með 32 vinninga af 60 mögulegum. Norðmenn unnu. Af 10 íslenskum keppendum hækkuðu sjö íslenskir skákmenn á stigum og færir mótið 59 stig inn í íslenskt stigahagkerfi.

A-flokkur (u20)

1. FM Hilmir Freyr Heimisson (2250) 5 v.
3.-7. CM Bárður Örn Birkisson (2186) 3½ v.

B-flokkur (u17)

1. FM Vignir Vatnar Stefánsson (2323) 4½ v.
4.-5. Stephan Briem (2197) 3½ v.

C-flokkur (u15)

8.-10. Benedikt Briem (1841) 2½ v.
11. Benedikt Þórisson (1653) 1 v.

D-flokkur (u13)

6.-7. Gunnar Erik Guðmundsson (1770) 3½ v.
8. Ingvar Wu Skarphéðinsson (1484) 3 v.

E-flokkur (u11)

8. Guðrún Fanney Briem (1209) 3 v.
9. Einar Dagur Brynjarsson (1121) 2½ v.

Fararstjórar voru Helgi Ólafsson og Kristófer Gautason.

Einar Dagur (+54) hækkaði mest allra íslensku skákmannanna á stigum. Aðrir sem hækka á stigum eru Hilmir Freyr (+32), Guðrún Fanney (+22), Benedikt Briem (+20), Ingvar Wu (+15), Bárður Örn (+2) og Vignir Vatnar (+1)