Átján íslensk ungmenni tefla fyrir Íslands hönd á EM ungmenna í netskák sem fram fer á netinu 18.-20. september nk. Það eru Skáksamband Íslands í samvinnu við Skákskóla Íslands sem taka þátt í þessu afar skemmtilega og athyglisverða verkefni Skáksambands Evrópu.

Teflt er í fjórum aldursflokkum, u12, u14, u16 og u18 í opnum flokki og í stelpuflokki – alls átta flokkum. Íslensku fulltrúarnir tefla í húsakynnum Skákskóla Íslands.

Beinar útsendingar verða frá mótinu. Islensku fulltrúarnir verða sem hér segir

Strákar

U18

 • FM Vignir Vatnar Stefánsson
 • Birkir Ísak Jóhannsson
 • Alexander Oliver Mai

U16

 • Kristján Dagur Jónsson
 • Örn Alexandersson
 • Benedikt Þórisson

U14

 • Benedikt Briem
 • Gunnar Erik Guðmundsson
 • Ingvar Wu Skarphéðinsson

U12

 • Markús Orri Óskarsson
 • Matthías Björgvin Kjartansson
 • Mikael Bjarki Heiðarsson

Stelpur

U14

 • Batel Goitom Haile
 • Iðunn Helgadóttir
 • Arna Dögg Kristinsdóttir

U12

 • Guðrún Fanney Briem
 • Þórhildur Helgadóttir
 • Katrín María Jónsdóttir

Liðsstjórn er í höndum Skákskóla Íslands. Yfirliðsstjóri er Helgi Ólafsson skólastjóri.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér: https://www.europechess.org/european-online-youth-individual-team-chess-championships-2020-regulations/