Íslandsmót ungmenna fer fram laugardaginn 17. október í Brekkuskóla á Akureyri. Teflt er í fimm aldursflokkum. Krýndir verða 10 Íslandsmeistarar – efsti strákur og efsta stelpa í öllum flokkunum fimm.

Teflt er í flokkum u8, u10, u12, u14 og u16. Mótshaldar áskilja rétt til að sameina flokka. Miðað er við fæðingarár.

Afar góð verðlaun verða. Sigurvegari hvers flokks fær frí þátttökugjöld á Kviku Reykjavíkurskákmótið 2021.

Þátttökugjöld eru 1.500 kr.

Mótshaldarar munu bjóða upp á gistimöguleika á hagstæðu verða sem verður kynntir fljótlega. Skáksambandið getur útvegað far norður fyrir þá sem það vantar.

Frekari upplýsingar um mótshaldið koma í næstu viku. Skráningarform væntanlegt á skak.is.