Samkvæmt nýjum sóttvarnareglum getur almennt skákstarf hafist á ný á morgun 13. janúar nk. Starfsemin er þó nokkrum takmörkunum háð.

Má þar nefna

 • Hámarksfjöldi í rými er 50 manns
 • Tryggja þarf að handspritt sé aðgengilegt fyrir keppendur og starfsmenn
 • Fækka skal sameiginlegum snertiflötum eins og hægt er
 • Leitast skal við að hafa 2 metra á milli keppenda eins og hægt er
 • Keppendur skulu spritta sig fyrir og eftir skák
 • Áhorfendur, þ.m.t. forráðamenn, geta ekki komið í skákrými.
 • Þrífa skal sameiginlega snertifleti á milli hópa
 • Sameiginleg áhöld (taflmenn, dúkar, klukkur, borð og stólbök) skulu sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag
 • Mælt er með grímunotkun hjá 16 ára og eldri
 • Ekki er leyfilegt að bjóða upp á sameiginlegar veitingar
 • Séu keppendur/starfsmenn með grun um veikindi eiga þeir að halda sig heima

Uppfærðar sóttvarnareglur SÍ