Stjórn Skáksambandsins á fundi. Mynd: KÖE

Stjórn SÍ hittist á stjórnarfundi á Zoom 12. janúar 2021. Fyrr í dag var eftirfarandi upplýsingapóstur sendur til taflfélaga landsins.

—————

Sælir forystumenn skákfélaga.

Stjórn SÍ hittist á stjórnarfundi 12. janúar sl.

Fundargerðir SÍ og þ.m.t. nýjustu fundargerðina má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/

Helstu niðurstöður stjórnarfundur 12. janúar sl.

  1. Mótahald framundan
  • Íslandsmót barna- og unglingasveita fer fram  á laugardaginn. Nafni mótsins hefur formlega verið breytt (hét áður Íslandsmót unglingasveita)
  • Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur. Til athugunar að halda 30. janúar – þá væntanlega í Faxafeni. Boðsbréf væntanlegt eftir helgi.

2. Nýjar sóttvarnareglur

Aðildarfélög geta nú hafið starfsemi á ný en þó með ákveðnum takmörkunum. Sóttvarnareglur SÍ hafa verið uppfærðar.

Nánar hér: https://skak.is/2021/01/12/skakstarfsemi-i-raunheimum-getur-hafist-a-ny-uppfaerdar-sottvarnareglur/

Kveðja,
Stjórn SÍ