Stjórn SÍ við upphaf sína fyrsta fundar. Á myndina vantar Veroniku Steinunni.

Eftirfarandi upplýsingapóstur var sendur til íslenskra skákfélaga í fyrr í dag.

————–

Kæru forystumenn skákfélaga.

Stjórn SÍ hélt stjórnarfund 2. febrúar sl. Þar voru ýmsar ákvarðanir teknar varðandi mótahald á næstunni. Helstu punktar eru. 

EM einstaklinga – Kviku Reykjavíkurskákmótið

Ákvörðun um hvort mótið verði haldið 22. maí – 2. júní eða í ágúst/september verður tekin síðar í þessum mánuði.

Íslandsmót skákfélaga

Ákveðið að fresta síðari hlutanum fram í maí. Ef ekki verður unnt að klára mótið í maí verður mótinu aflýst. 

Skákþing Íslands

Stefnt er að því að halda landsliðsflokk og Íslandsmót kvenna 1.-11. apríl nk. á höfuðborgarsvæðinu. Boðsbréf sent til keppenda á næstu dögum. 

Undankeppni fyrir laust sæti á heimsbikarmótinu

Haldið í mars. Átta keppendur valdir eftir stigum og virkni. Sigurvegarinn fær keppnisrétt fyrir Íslands hönd á heimsbikarmótinu. Teflt verður eftir útsláttarfyrirkomulagi. Boðsbréf sent til keppenda á næstu dögum. 

Íslandsmót skólasveita

Stefnt er Íslandsmóti barnaskólasveita, 1.-3. bekk, laugardaginn, 27. febrúar og Íslandsmóti barnaskólasveita (4.-7. bekk) og Íslandsmót grunnskólasveita helgina 20.-21. mars með fyrirvörum um sóttvarnareglur.

Fundargerðir SÍ og þar með talið nýjustu fundargerðina má finna hér: https://skak.is/skaksamband/fundargerdir/