Frá verðlaunaafhendingu Meistaramóts Skákskóla Íslands 2019.

Vegna Covid-19 verða mótin sem átti að halda á síða ári sameinuð. Hið sameinaða mót fer fram dagana 12.-14. febrúar nk. Teflt verður húsnæði Rúbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. Íslandsmeistarinn tryggir sér sæti í næsta landsliðsflokki.

Mótið á Chess-Results. 

Dagskrá:

 1. umferð, kl. 18:00 föstudaginn 12. febrúar
 2. umferð, kl. 19:30,föstudaginn 12. febrúar
 3. umferð, kl.: 11:00, laugardaginn, 13. febrúar
 4. umferð, kl.: 17:00, laugardaginn, 13. febrúar
 5. umferð, kl.: 11:00, sunnudaginn, 14. febrúar
 6. umferð, kl.: 17:00 , sunnudaginn, 14. febrúar

Ekki verður hægt að taka yfirsetu á mótinu.

Mótið er opið öllum skákmönnum fæddum á bilinu 1998-2004. Jafnframt er yngri skákmönnum heimilt að taka þátt hafi þeir a.m.k. 1600 kappskákstig eða hafi verið meðal verðlaunahafa í flokkum u12-u15 á Íslandsmóti ungmenna 2020.

Teflt verður um Íslandsmeistaratitilinn verði menn jafnir að vinningum. Oddastig eru látin gilda um önnur verðlaun verði menn jafnir að vinningum.

Tímamörk í fyrstu tveimur umferðunum er 20+5 og 90+30 í seinni fjórum.

Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

Skráning er til kl. 16, fimmtudaginn, 11. febrúar á Skák.is.

Verðlaun:

 1. sæti: Farmiði að verðmæti kr. 50 þúsund + uppihaldskostnaður kr. 35 þús. Þáttökuréttur í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands 2021
 2. sæti: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús.
 3. – 5. sæti Vandaðar skákbækur eða sambærilegt efni á tölvutæku formi.

Auk þess verða veitt stigaflokkaverðlaun í mótinu:

1800 – 2000 elo:

 1. verðlaun: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús.

1600 – 1800 elo:

 1. verðlaun: Farmiði að verðmæti kr. 40 þús.

* Ekki er hægt að vinna til verðlauna nema í einum flokki.

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að gera breytingar á boðaðri dagskrá.

Vignir Vatnar Stefánsson er núverandi unglingameistari Íslands og núverandi meistari Skákskóla Íslands.

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands

Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands