Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur fór fram í gær, 30. janúar 2021 í skákhöllinni í Faxafeni 12. Teflt var í þremur flokkum en svo fór að skólar úr Kópavogi hirtu öll gullverðlaunin. Smáraskóli vann öruggan sigur 1.-2. bekk. Mikil spenna var í hinum flokkunum Hörðuvallaskóli vann nauman sigur í 3.-5. bekk og það gerði Salaskóli í 6.-10. bekk. Rimaskóli hlaut flest verðlaunin á mótinu eða alls 5 talsins

1.-2. bekkur

Stelpurnar í Smáraskóla voru í miklu stuði og unnu allar viðureignir sínar með fullu húsi! Sveit Álfhólsskóla varð í öðru sæti og sveit Rimaskóla í því þriðja.

Lokastaðan

Sveit Smáraskóla skipuðu:

  1. Halldóra Jónsdóttir
  2. Andrea Haraldsdóttir
  3. Sóley Una Guðmundsdóttir

Liðsstjóri var Jón Valentínusson

3.-5. bekkur

Spennan í flokknum var gríðarleg og svo fór að úrslitin réðust í síðustu skák mótsins. Sveit Hörðuvallaskóla hlaut hálfum vinningi meira en a-sveit Rimaskóla. B-sveit Rimaskóli varð svo þriðja sæti. B-sveit Rimaskóla fékk jafnframt verðlaun sem besta b-sveitin!

Lokastaðan

Lið Hörðuvallaskóla skipuðu:

  1. Guðrún Fanney Briem
  2. Klára Hlín Þórsdóttir
  3. Áróra Rós Gissurardóttir
  4. Lára Björk Eggertsdóttir

Liðsstjóri var Gunnar Finnsson

6.-10. bekkur

Spennan í elsta flokki var enn meiri. Þar enduðu tvær sveitir efstar og jafnar með 11 vinninga. Þá þurfti að grípa til oddastigaútreiknings og þar hafði sveit Salaskóla betur vegna sigurs í innbyrðis viðureign gegn Rimaskóla. Landakotsskóli varð í þriðja sæti.

Lokastaðan

Lið Salaskóla skipuðu

  1. Katrín María Jónsdóttir
  2. Amelía Sigþórsdóttir McClure
  3. Elín Lára Jónsdóttir

Liðsstjóri var Jón H. Arnarson.

Vegna fjöldatakmarkana var mótshaldið ákveðin áskorun. Hreinsa þurfti allan búnað fyrrir og eftir mót, Skipta þurfti mótinu í hólf og forráðamenn máttu ekki koma inn í húsnæðið. Liðsstjórar fá miklar þakkir fyrir þennan skilning og frábært utanumhald með sínum sveitum.

Skákstjórn á mótinu önnuðust Ingibjörg Edda Birgisdóttir, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Lisseth Acevedo Mendez, Björn Ívar Karlsson og Stefán Bergsson.

Nokkrar myndir frá skákstað (GB)