Íslandsbikarinn – undankeppni um sæti á heimsbikarmótið fer fram 6.-14. mars nk. Átta íslenskir skákmenn taka þátt og tefla eftir útsláttarfyrirkomulagi. Sigurvegarinn fær keppnisrétt fyrir Íslands hönd á heimsbikarmótinu í skák sem fram fer í Sochi í júlí/ágúst nk.

Eftirtaldir skákmenn taka þátt á mótinu

  1. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2576)
  2. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2536)
  3. GM Jóhann Hjartarson (2525)
  4. IM Guðmundur Kjartansson (2488)
  5. GM Margeir Pétursson (2450)
  6. GM Helgi Áss Grétarsson (2440)
  7. GM Bragi Þorfinnsson (2439)
  8. FM Vignir Vatnar Stefánsson (2314)

Skáksalur verður tilkynntur á næstu dögum sem og nákvæmar tímasetningar umferða.

Teflt verður eftir sama fyrirkomulag og á sjálfu heimsbikarmótinu

Það þýðir að í fyrstu umferð mætast: 1-8, 2-7, 3-6 og 4-5.

Fyrst eru tefldar tvær kappskákir. Verði jafnt fer dagur 3 í aukakeppni þar sem teflt verður með styttri umhugsunaríma þar til úrslit fást.