Íslandsbikarinn – undankeppni um sæti á heimsbikarmótið fer fram 6.-14. mars nk. Átta íslenskir skákmenn taka þátt og tefla eftir útsláttarfyrirkomulagi. Sigurvegarinn fær keppnisrétt fyrir Íslands hönd á heimsbikarmótinu í skák sem fram fer í Sochi í júlí/ágúst nk.
Eftirtaldir skákmenn taka þátt á mótinu
- GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2576)
- GM Hannes Hlífar Stefánsson (2536)
- GM Jóhann Hjartarson (2525)
- IM Guðmundur Kjartansson (2488)
- GM Margeir Pétursson (2450)
- GM Helgi Áss Grétarsson (2440)
- GM Bragi Þorfinnsson (2439)
- FM Vignir Vatnar Stefánsson (2314)
Skáksalur verður tilkynntur á næstu dögum sem og nákvæmar tímasetningar umferða.
Teflt verður eftir sama fyrirkomulag og á sjálfu heimsbikarmótinu
Það þýðir að í fyrstu umferð mætast: 1-8, 2-7, 3-6 og 4-5.
Fyrst eru tefldar tvær kappskákir. Verði jafnt fer dagur 3 í aukakeppni þar sem teflt verður með styttri umhugsunaríma þar til úrslit fást.