Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram 30. september - 3. október hjá Fjölni.

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2021-22 fer fram dagana 30. september – 3. október nk. Fyrri hlutinn fer fram í Egilshöllinni, höfuðstöðvum Umf. Fjölnis.

Fyrsta umferð (eingöngu í úrvalsdeild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 30. september.

Aðrar deildir munu hefjast föstudaginn 1. október kl. 19:30. Síðan verður teflt laugardaginn 2. október kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síðasta umferðin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 3. október.

Keppnin fer fram svo framarlega sem 100 manns eða fleiri megi vera í sama rými.

Síðasti möguleiki fyrir félagaskipti er 10. september kl. 23:59. Skákmenn án félags og skákstiga eru undanþegnir þeim fresti.

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími bætist við eftir hvern leik.

Þátttökugjöld 2021-22 verða sem hér segir:

  • Úrvalsdeild 120.000 kr.
  • 1. deild kr. 80.000 kr.
  • 2. deild kr. 40.000 kr.
  • 3. deild kr. 30.000 kr.
  • 4. deild kr. 20.000 kr.

Til frádráttar verður 50% þátttökugjalda fyrir lið í 3.-4. deild á keppnistímabilinu 2019-21 þar sem síðari hlutanum þar var aflýst.

Greiðslur fyrir ferðakostnað eru 30.000 kr. í úrvalsdeild en kr. 15.000 í 1. deild. Ekki er greiddur ferðakostnaður í öðrum deildum.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn). Skráningarfrestur er til 8. september 2021 í úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild en 17. september í 3.-4. deild.

Skipting í deildir (miðað við að ekkert lið afskrái sig)

Úrvalsdeild
Víkingaklúbburinn
Breiðablik
Huginn
Fjölnir
TR-a
SA
1. deild
SSON
TG
Víkingaklúbburinn-b
TR-b
KR
TV
SA-b
Huginn-b
2. deild
Fjölnir-b
Haukar
Hrókar alls fagnaðar
TG-b
Breiðablik-b
Austurland
Skákgengið
TR-c
3. deild
SA-öldungar
Víkingaklúbburinn-c
TR-d
Vinaskákfélagið
KR-b
SSON-b
TV-b
Huginn-c
4. deild
Önnur lið