Nýju efni hefur verið bætt inn á vefinn skakkennsla.is. Vefurinn er ætlaður bæði byrjendum og lengra komnum og er hugsaður fyrir alla þá sem vilja bæta þekkingu sína á skáklistinni.

Kennsluefnið á vefnum hefur verið nýtt í skákkennslu í skólum og hefur hlotið góðar viðtökur. Um er að ræða kennsluefni á myndbandsformi en einnig efni og leiðbeiningar til kennslu, ætlað skákþjálfurum.

Meira er væntanlegt á vefinn með haustinu en höfundur efnisins þess er Björn Ívar Karlsson. Skákkennsla.is er samstarfsverkefni Skáksambands Íslands og Kviku eignastýringar.