Björgvin Víglundsson Íslandsmeistari öldunga 65 ára og eldri árið 2019. Mynd: KÖE

Íslandsmót öldunga (65+) verður haldið í annað skipti sem kappskákmót 12.-22. nóvember nk. Mótið verður haldið í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.

Tefldar verða sex-sjö umferðir á mótinu eftir þátttöku. Ein hálf vinnings yfirseta er leyfð en þó ekki í tveimur síðustu umferðunum.

Dagskrá

1. umferð, föstudagurinn, 12. nóvember 18:00
2. umferð, laugardagurinn, 13. nóvember, kl. 14:00
3. umferð, sunnudagurinn, 14. nóvember, kl. 14:00
(4. umferð, fimmtudagurinn, 18. nóvember, kl. 18:00)*
5. umferð, föstudagurinn, 19. nóvember, kl. 18:00
6. umferð,  laugardagurinn 20. nóvember 14:00
7. umferð, sunnudagurinn 21. nóvember 14:00

*Ef mótið verður sex umferðir – fellur þessi umferð niður.

Mótshaldarar áskilja sér rétt til að gera smávægilegar breytingar á dagskránni.

Umhugsunartími: 90 mínútur auk 30 sekúndna viðbótartíma fyrir hvern leik.

Mótið er opið fyrir alla 65 ára og eldri. Fædda 1956 eða fyrr.

Þátttökugjald: 5.000 kr. á keppenda

Verðlaun:

  1. 50.000 kr.
  2. 30.000 kr.
  3. 20.000 kr.

Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfinu.

Veit verða sérverðlaun (verðlaunagripir) fyrir hver fimm ár (70+, 75+ o.s. frv.).

Núverandi Íslandsmeistari er Björgvin Víglundsson en hann vann mótið 2019. Mótshaldið féll niður í fyrra.

Oddastig

  • Flestar tefldar skákir
  • Buchholz -1
  • Bucholz
  • Sonneborn Berger
  • Innbyrðis úrslit

Skráningafrestur er til 10. nóvember kl. 16.