Hannes Hlífar Stefánsson að tafl í Reykjavíkurskákmótinu 2017. Mynd: Ómar Óskarsson.

Áfram er haldið með Ólympíufarann. Í dag kynnum við til leiks Hannes Hlífar Stefánsson.

Hve gamall/gömul lærðir þú mannganginn?

Lærði mannganginn 5 ára

Þín helsta fyrirmynd í skák?

Kasparov er besti skákmaður fyrr og síðar.

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir Ólympíumótið nú?

Mínum undirbúningi er þannig háttað að ég hef teflt á skákmótu í sumar og  tekið þátt í landsliðsæfingum.

Hver er að þínu mati frægasti Georgíumaður fyrr og síðar? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Hlýtur að vera Azmaiparashvili. Það var frægt atriði sem kom upp í móti í USA þegar þeir Helgi Ól áttust við. Skákmenn þurftu að taka tafl á skákstað og Helgi neitaði að tefla á tafli Azmai! Var þá mikið vandamál í aðsigi en ákveðið var svo að þeir fengu sitthvorn andstæðinginn! Eins hefur Amzai haldið forseta okkar veglegt afmælisboð og gefið honum æðislegt rauðvín!

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Fór fyrst á Ól 1992.

Verður Liverpool loks enskur meistari næsta vor?

Hef ekki fylgst með enska en getur Manchester Utd. ekkert?

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu?

Líklegustu sigurvegara á Ól tel ég Rússa og Usa, Nakamura á eftir að leika af sér á síðasta metranum og Rússar hreppa gullið!

Uppáhalds sjónvarpsþáttur?

Horfi lítið á sjónvarp helst Dallas í eldgamla daga!

Minnistæðasta augnablik á Ólympíuskákmóti.

Líklegast í Armeníu þegar var stríðsástand og skriðdrekar úti á götu. Þegar Helgí Áss vildi ekki borga 10 dollarna tilbaka í Bermúdapartýinu og hermennirnir með hríðskotabyssurnar voru foxillir!

Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?

Veit ekki hverjir eru í framboði mundi segja frekar Azmairashvili heldur en Short?

Við hvaða haf liggur Batumi. Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!

Georgía liggur við Svartahaf eins og mörg önnur lönd

Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti?

Við Istratescu í Manila 1992.

43…Hxe3+!

Með hverjum þremur (lífs eða liðnum) myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?

Veit það ekki

- Auglýsing -